Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 13
12
hann hefði við ótryggar aðstæður, hvort heldur var sem innflytjandi eða
sem hermaður.
Ágústa Edwald fjallar um fornleifarannsóknir sínar á bænum Víðivöllum
í Nýja Íslandi í Kanada, en elsta bæjarstæðinu hafði lítið verið raskað og
úr árbakka við bæinn hrundi ýmislegt rusl þegar rannsókn hófst. Þessar
minjar liðins tíma túlkar hún í ljósi viðamikils safns ritaðra heimilda um
sögu fjölskyldunnar, útgefinna og í handriti, s.s. endurminninga, fjárhalds-
gagna, og fleira ólíks efnis. Skáldið góðkunna Guttormur J. Guttormsson
(1878–1966) fæddist þarna og ólst upp og þetta var eitt fyrsta gistihús í
eigu íslenskra innflytjenda, fjölsótt mjög; húsið var í eigu Guttormsson-
fjölskyldunnar frá árinu 1877 til ársins 2009 eða í 132 ár.27 Ágústa dregur
fram myndbrot sem rekja sögu hversdagslífs ábúendanna á Víðivöllum í
indíánakofa, í bjálkahúsi samsettu úr burstum, og loks í Eatons-húsi, en
myndbrotin segja til „um efnismenningu þeirra, húsbyggingar, landbún-
að og neysluhætti“. Í húsakostinum birtist sögulegt samhengi þjóðlegrar
sjálfsmyndar vesturfara og afkomenda þeirra í hnotskurn.
Fræðimenn hafa líkt vitundarklofningi og togstreitu milli gamla og nýja
landsins við stöðu ættleiddra barna, að sögn Dagnýjar Kristjánsdóttur, sem
veitir í grein sinni innsýn í viðhorf til bernskunnar sem lesa má úr íslensk-
um barnablöðum sem gefin voru út í Vesturheimi á árunum 1898–1940.
Dagný rekur hvernig áherslurnar breyttust með tímanum. Í upphafi var
hlutverk blaðanna að viðhalda lúterskri trú að íslenskum sið (eða dönskum
sið mótuðum á Íslandi). Barnablöðunum var þó fljótlega ætlað annað hlut-
verk, sem var að styrkja íslenskt þjóðerni barna í Vesturheimi með því að
standa vörð um og boða gildi íslenskrar tungu og mikilvægi menningar-
legra róta í gamla landinu. Eins og kemur fram hjá Dagnýju var blaða-
reksturinn þó stopull og endasleppur.
Úlfar Bragason kannar mismunandi þjóðlegar sjálfsmyndir sem koma
fram, annars vegar í íslensku samhengi en hins vegar bandarísku, þegar
Íslendingar fögnuðu sínum fyrsta þjóðhátíðardegi árið 1944. Hann rýnir
annars vegar í „Söngva helgaða þjóðhátíðardegi Íslands 17. júní 1944“,
27 Víðivellir eru nú meðal merkra minjastaða við Íslendingafljót sem Nelson Gerrard
rekur, en hann er kunnur fyrir að safna og skrá efni, muni og minjar Vestur-Íslend-
inga, og kynna á ýmsa vegu. Sjá nánar á http://www.irhs.sagapublications.com/
index.php?option=com_content&view=article&id=104:vioivellir-homestead&ca-
tid=48:latest-news. Um útgáfur Nelsons á byggðasögum og upplýsingasöfnun hans
um vestur-íslenskar ljósmyndir má fræðast á heimasíðu Icelandic River Heritage
Sites: http://www.irhs.sagapublications.com/index.php?option=com_oziogall-
ery&Itemid=56.
GUðRÚN BJöRK, ÚLFAR oG BJöRN