Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 78

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 78
77 Hermenn máttu í raun ekkert neikvætt skrifa um þátttöku sína í stríðinu. Í mörgum bréfum var því krotað yfir orð og setningar sem ekki komust í gegnum ritskoðun eða þau einfaldlega skorin út.68 Ritskoðunin hafði ekki aðeins þann tilgang að verja herdeildirnar og hafa stjórn á hermönnunum, heldur var megintilgangurinn að móta viðhorf fólks heima fyrir þannig að þátttaka Kanada í styrjöldinni fengi ekki á sig neikvæða ímynd. Eflaust hefur ritskoðun haft áhrif á það að Sigurður skrifaði nánast aldrei um félaga sína í hernum, nema þegar talað var um öryggi gagnvart andstæðingnum. Í sendibréfum Sigurðar sjást glögg merki þess að hann hefur verið meðvitaður um eftirlit með bréfaskrifunum, en í herdeildum Sigurðar voru nokkrir yfirmanna hans íslenskir.69 Í mörgum bréfum hefur Sigurður orð á þeim skorðum sem honum eru settar hvað fréttaflutning varðar enda sé hann háður ritskoðun.70 „Jeg hefi engar frjettir, það er að segja jeg má ekkert segja, það ber þó margt við nú á dögum enn opt má satt kyrt liggja, það verður að býða þangað til jeg kem heim til þín“, sagði Sigurður ennfremur.71 Þrátt fyrir reglur um eftirlit yfirmanna með bréfaskrifum birtast nokk- uð afdráttarlausar lýsingar á ástandi mála í hernum. Mataræði var ekki merkilegt, hreinlæti ábótavant og bæði andlegt og líkamlegt ástand her- mannanna bágborið. Þessi slæmi aðbúnaður gegndi ákveðnum tilgangi að sögn Sigurðar. „[Þ]etta er allt gjört til þess að venja okkur við, til þess að gjöra okkur harða, gjöra okkur að hermönnum, hermaðurinn má ekki eiga gott, hann má ekki fá góðan mat, hann á að fá lítinn mat, og óbreyttan sama matinn dag eptir dag“.72 Þessi skoðun var vitaskuld ekki í samræmi við stefnu yfirvalda, né heldur sú hugmynd að hermaðurinn yrði betri, grimmari eða hraustari eftir því sem aðbúnaður hans væri verri, eins og Sigurður hélt fram. Þessi dæmi sýna ákveðna tvíræðni í takmörkunum Sigurðar. Á sama tíma og hann var háður eftirliti yfirmanna sinna var Sigurður bundinn eigin ritskoðun, þar sem hann reyndi að telja móður sinni trú um að öryggi sínu væri ekki ógnað og að erfiðar aðstæður gerðu hermanninn betri í sínu starfi. 68 Keshen, Propaganda and Censorship During Canada’s Great War, bls. 154–155. 69 Minningarrit íslenzkra hermanna 1914–1918, Winnipeg: Félagið Jón Sigurðsson, I.o.D.E., 591 R. of C., 1923, bls. 89, 148 og 177. 70 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 16. júní 1917; 1. júlí 1917; ódagsett bréf, þar sem vantar hluta, líklega skrifað 7. október 1917; 7. nóvember 1917 og 11. febrúar 1918. 71 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 1. nóvember 1917. 72 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 27. maí 1918. „RIFFILLINN ER HINN BESTI VINUR HERMANNSINS“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.