Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 196
195
Í samfélagi okkar er með öðrum orðum gert ráð fyrir því að fólk sé sís og
gagnkynhneigt en þegar Ármann amast við því að á hinsegin dögum séu
notuð orð eins og samkynhneigð, hommar og skápar á þeim forsendum að
þau stuðli að óæskilegum flokkadráttum lítur hann að mestu fram hjá þeim
samfélagslega veruleika.12
Fyrir fáeinum áratugum ríkti nær engin meðvitund um tilvist fólks sem
hefur kynvitund sem er á skjön við það kyn sem því var úthlutað við fæð-
ingu. Slíkir einstaklingar, sem flestir kalla sig trans* í dag, hafa þó alltaf
verið hluti af mannlegu samfélagi en um þá hefur lítið verið rætt og þeirra
raddir nær algjörlega þaggaðar niður. Þeir voru jaðarsettir með hugtökum
sem áttu illa við þá og komu frá meirihlutanum sem varla viðurkenndi til-
vist þeirra. En þar liggur einmitt vandinn. Ef við getum ekki nefnt okkur
á nafn, staðsett okkur afdráttarlaust fyrir utan normið, gagnkynhneigðina
og/eða sís-kynjunina, þá erum við ekki til. Þrátt fyrir hættuna á því að
sjálfsmyndaflokkar13 geti þjónað valdinu sem undirokar okkur felst einnig
í þeim tækifæri til að trufla og bylta valdakerfum.14 En ef við getum ekki
nefnt og aðgreint okkur föllum við í gagnkynhneigða grafarþögn.
Ármann bendir raunar á þetta í grein sinni, að því er virðist ómeð-
vitað, þegar hann segir frá ástum Rómeós og Júlíu. Þau þurfa ekki að taka
gagnkynhneigð sína fram; hún er viðmiðið, hún er þekkt og allir gera ráð
fyrir henni. Ásta milli einstaklinga af sama kyni þarf aftur á móti að geta
sérstaklega. Hana þarf að staðsetja fyrir utan normið, annars er hætta á
að gagnkynhneigðin afmái tilvist hennar. Ólíkt ást Rómeós og Júlíu gerir
samfélag okkar ekki ráð fyrir ást tveggja einstaklinga af sama kyni.
12 Til gamans bendum við á grein Alison Eves, „Queer Theory, Butch/Femme
Identities and Lesbian Space“, Sexualities 4 (2004), bls. 480–496. Eves skoðar
sjálfsmyndasköpun, kynjagjörning og staðsetningu butch- og femme-ímynda innan
gagnkynhneigðrar menningar. Eves segir m.a.: „I would argue that in a hetero-
normative culture, lesbian visibility is an achievement and can be seen as resistance
to heterosexual space and hegemony“ (bls. 492).
13 Hér er hugtakið sjálfsmynd notað á sama hátt og enska orðið identity, þannig að t.d.
sjálfsmyndapólitík á við identity politics.
14 Judith Butler ræðir um sjálfsmyndapólitík í formála að Gender Trouble og segir:
„The mobilization of identity categories for the purposes of politicization always
remains threatened by the prospect of identity becoming an instrument of the
power one opposes. That is no reason not to use, and be used, by identity. There is
no political position purified of power, and perhaps that impurity is what produces
agency as the potential interruption and reversal of regulatory regimes“ (bls. xxvii–
xxviii).
GLIMMERSPRENGJAN SEM EKKI SPRAKK