Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 179
178
er í besta falli hugleysi“ (bls. 314). Lee Maracle er ekki ein um að taka
djúpt í árinni þegar ljósi er varpað á þessi mál frá sjónarhorni frumbyggj-
ans. Í ágætu ritgerðasafni um yfirtöku sem heitir Borrowed Power. Essays
on Cultural Appropriation hafa ritstjórarnir Bruce Ziff og Pratima V. Rao
safnað saman miklu úrvali rannsókna rithöfunda og fræðimanna og bætt
við góðri heimildaskrá með tillögum um nánara lesefni. Greinahöfundar
þessa safns segja að sem hluti af heildarmyndinni „sé hugtakið ‚yfirtaka‘
varla fullnægjandi í samanburði við lýsandi nákvæmni annarra hugtaka,
þar á meðal um grófa eignarsviptingu og hreinan og kláran þjófnað“.23
Þegar rithöfundurinn Timothy Findley gagnrýndi Maracle og kallaði
mótmæli hennar fasísk svaraði hún á þá leið að þegar þeir sem ekki væru
afkomendur frumbyggja stælust í menningarefni frumbyggja væri það ekki
einungis ósiðlegt og í grundvallaratriðum glæpsamlegt, heldur teldist slíkur
þjófnaður vera ný tegund heimsvaldastefnu sem væri bæði efnahagsleg og
rasísk. Rithöfundar sem hafi ekki í huga raunverulega merkingu hugtaks-
ins „eignanám“ séu einfaldlega að leggja menningarlegu „þjóðarmorði“ lið.
Maracle staðhæfir að „sögurnar okkar [eigi] sér upprunalega höfunda; við
erum ekki dauð. Einhver sagði einhverjum öðrum þessar sögur og sá fékk
höfundarréttinn, höfundarlaunin, heiðurinn og þau vafasömu forréttindi að
sjá til þess að þær úrkynjuðust. Með því höfum við tapað bæði hagnaðinum
og virðingunni“ (bls. 314). Að horfa upp á fólk sem tilheyrir ekki samfélagi
þínu fara illa með þitt eigið menningarefni getur komið manni þannig fyrir
sjónir að maður virðist „ókunnur“ [othered] í eigin landi. Það vekur enga
furðu að Maracle bendir einnig á fjárhagslega tapið sem sá missir á lífsþrótti
sem þessu fylgir veldur frumbyggjahöfundum. Fyrir vikið lítur hún á hug-
myndina um yfirtöku einfaldlega sem kynþáttafordóma. Hún segir: „Að
halda áfram að leggja eignarhald á sögurnar okkar og misnota þær í nafni
‚frelsis hugarflugsins‘ er ekkert annað en kynþáttafordómar“ (bls. 314).
Timothy Findley, sem varð einn af skotspónum Maracle í viðleitni
hennar til að réttlæta andóf sitt gegn yfirtöku, hefur hins vegar sjálfur gert
ákveðinn greinarmun. Í fyrirlestri um ritun við Humber College of the
Arts (sem var sjónvarpað á Knowledge Network í seríunni „The Writing
Life“) talar Findley um skáldsögu sína Famous Last Words, og hvernig hann
23 Denise Cuthbert, „Beg, Borrow or Steal: The Politics of Cultural Appropriation“,
ritdómur um Borrowed Power: Essays on Cultural Appropriation eftir Bruce Ziff
og Pratima V. Rao, Postcolonial Studies 1:2 (1998), bls. 257–262, hér bls. 257. Sjá
nánar Bruce Ziff og Pratima V. Rao, ritstj., Borrowed Power: Essays on Cultural App-
ropriation, New Brunswick, NJ: Rutgers University Press, 1997.
KRistJAnA GunnARs