Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 9
8
aðri eyju í Norður-Ameríku af Íslendingum einum; hann dregur það þó í
efa því mál og menning dragi alltaf dám af nýju umhverfi. Þannig sé franskt
og enskt mál og bókmenntir frábrugðið því sem þróaðist í upprunalönd-
unum: „En heimurinn hefur grætt á umskiptunum“.19 Rithöfundurinn og
skáldið Kristjana Gunnars er sama sinnis í grein sem birtist hér í heftinu
í íslenskri þýðingu og veltir upp ýmsum óvæntum flötum á hugmyndum
um „eignarnám“ eða „yfirtöku“ á rödd og sjálfsmynd á milli menningar-
hópa, þvert á alla aðgreiningu. Hún bendir m.a. á að slíkt gerist einmitt
samkvæmt eftirlendufræðum þegar innflytjendur eða jaðarhópar aðlagast
menningu miðjunnar – tileinka sér nýja orðræðu – sem þó tekur á sig nýja
mynd og dregur dám af uppruna þeirra.
Bandaríkin voru táknmynd frelsis og jafnræðis í hugum þeirra sem út
fluttu en samt varð margt til þess að Íslendingar fluttu til Kanada fremur
en Bandaríkjanna. Auk þess sem ferðin til Kanada var styttri og einfald-
ari buðu stjórnvöld fram á tuttugustu öld frítt jarðnæði, ferðastyrki og
stjórnarlán til kaupa á búpeningi og öðru sem þurfti til ábúðar á meðan
frítt land var víðast á þrotum í Bandaríkjunum. Kerfi til að taka á móti
nýjum innflytjendum frá Íslandi þróaðist einnig nokkuð hratt og snemma
í Winnipeg, þar sem mæddi mest á móttöku nýbúa. Íslensk sjálfsmynd
og félagsleg staða hefur þó án efa haft töluvert að segja um valið. Í
Bandaríkjunum voru Íslendingar skráðir sem Danir í manntölum fram til
1930.20 Bandarísk þjóðernisvitund hefur verið sterk allt frá því í sjálfstæð-
isbaráttunni og þrælastríðinu og þar var markmiðið að allir sameinuðust í
einum þjóðarbræðingi.
Í Kanada töldu Íslendingar sig aftur á móti hafa fengið strax í upphafi
vilyrði stjórnvalda um að mega halda sínu upprunalega þjóðerni – tungu-
máli, siðum og trú – þótt þeir væru jafnframt almennt tilbúnir að laga sig
að landsháttum.21 John S. Matthiasson álítur að Íslendingar í Winnipeg,
þar sem hann ólst upp, hafi notið forréttinda fram yfir aðra innflytjendur
19 Sjá kafla Þorsteins „Íslenzkir Ameríkumenn“, Saga Íslendinga í Vesturheimi, 1. bindi,
bls. 228–253, hér bls. 232. Þetta er látlaus en góð greining á vanda innflytjenda sem
falla hvorki að orðræðu upprunalandsins né þess nýja en ná best eyrum annarra
innflytjenda. Ýmislegt í inntaki hjá Þorsteini minnir á fyrstu efnisgrein hjá Homi
K. Bhabha í „Tvístrun þjóðarinnar: Tími, frásögn og jaðar nútímaþjóðarinnar“,
þýð. Steinunn Haraldsdóttir, Ritið 5:2 (2005), bls. 177–220.
20 Francis J. Brown og Joseph S. Roueck, ritstj., One America, 3. útg., New York:
Prentice-Hall, 1952, bls. 676, n1.
21 Wilhelm Kristjanson, The Icelandic People in Manitoba, Winnipeg: útg. ekki getið,
1990.
GUðRÚN BJöRK, ÚLFAR oG BJöRN