Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 108
107
vegna línunnar“, þ.e.í Bandaríkjunum og Kanada.12 Kennarinn var ekki
eiginlegt barnablað því að markhópur þess voru sunnudagaskólakennarar.
Tilgangur blaðsins var að sjá lútersku sunnudagaskólunum fyrir kennsluefni
á íslensku í ensku málumhverfi. Í hverju blaði voru hugvekjur um kristilegt
uppeldi og hag barna ásamt ritningargreinum og útleggingum á þeim. oft
flutu með þýddar eða frumsamdar, siðbætandi sögur sem fylgja bókmennta-
hefð tilfinningasamra sagna og leitast við að byggja upp samlíðan lesanda.
Ekki veitti af ef marka má hin sterku meðul sem notuð eru.13
Í hugvekju um „Hollan og óhollan lestur“ í fimmta tölublaði Kennarans
talar ritstjórinn um lesefni sem andlegt fóður og heldur myndhverfingunni
þegar hann segir: „En hörmulegt tímans teikn er það, hve óholl fæða það er,
sem nú er víða framborin og oss Íslendingum boðið að neyta af. Að austan
og vestan berast blöð og rit að innihaldi svo fúl að mönnum með óskemmd-
an smekk býður við að lesa.“14 Hollan lestur telur Björn vera Biblíuna,
ýmis bænarit sem hann tiltekur og sálmabækur auk Íslendingasagnanna. Í
Kennaranum er oft rætt um skipan menntamála og barnafræðslu í hinum
dreifðu byggðum Íslendinga og ritstjórinn hvetur foreldra mjög til að
styðja við almenna menntun barnanna þó að þau þurfi á vinnuafli þeirra
að halda. Hann biður foreldrana að letja börnin ekki heldur hvetja þau til
að sækja fram til æðri menntunar þar sem „okkar þjóðflokkur“ hafi sýnt að
hann væri enginn eftirbátur annarra.15Annað málefni sem brennur á Birni
B. Jónssyni er „baráttan um tungumálið“ sem hófst fljótlega eftir að menn
höfðu komið sér fyrir í nýja landinu. Sunnudagaskólinn átti að tryggja að
kristindómsfræðsla ungu kynslóðarinnar væri á móðurmálinu en Björn
segir að menn kvarti yfir því að ekki sé lengur hægt að fá unga sunnu-
dagaskólakennara sem tali góða íslensku til kennslu. Kristin gildi áttu að
vera helsti mótunarþáttur í lífi barnanna og íslenskan var þannig gerð að
grundvelli hvors tveggja, þjóðernis og kristinnar trúar. Stríðið um íslensk-
una var háð á öllum vígstöðum eins og segir í Kennaranum árið 1901 þar
sem haldin er mikil eldmessa yfir lesendum um tungumálið:
12 Kennarinn: Mánaðarrit til uppfræðslu barna í sunnudagaskólum og heimahúsum, 1:1
(1897–1898), bls. 48.
13 Anne Scott MacLeod, American Childhood: Essays on Children’s Literature of the
Nineteenth and Twentieth Centuries, Athens og London: The University of Georgia
Press, 1994, bls. 96.
14 Kennarinn 1:5 (1897–1898), bls. 66.
15 Kennarinn 2:11 (1899–1900), bls. 169.
„VIð HÉRNA Í VESTRINU“