Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 37
36
ur að bréfaskrif Magnúsar og heimsókn Nönnu er óskráður að mestu hvað
varðar búsetu og afdrif Brasilíufaranna og afkomenda þeirra. Eins og orð
Nönnu hér að ofan endurspegla er íslenskur uppruni henni mjög mikil-
vægur, þrátt fyrir að tengsl Brasilíufaranna og afkomenda þeirra við Ísland
hafi verið nánast engin. Ólíkt öðrum hópum sem fóru vestur um haf hafa
heimildir gefið til kynna að lítil innbyrðis tengsl hafi verið milli íslensku
Brasilíufaranna eftir að þeir settust að í nýju landi, sem og lítil tengsl við
heimalandið, og hið sama virðist hafa átt við um afkomendur þeirra sem
virtust ekki hafa haldið á lofti íslenskri tungu og siðum né hafa ræktað
hugmyndir um íslenska sjálfsmynd með öðrum hætti.
Í greininni fjöllum við um áhuga afkomenda Brasilíufaranna á íslensk-
um uppruna sínum, en hann kviknaði nokkuð skyndilega í lok síðustu aldar.
Við veltum fyrir okkur hvers vegna afkomendur Brasilíufarana finna hjá sér
þörf til að endurvekja íslenskan uppruna í samtímanum. Til að öðlast dýpri
skilning á sjálfsmyndarsköpun samtímans sækjum við í smiðju kenninga-
smiða sem hafa rannsakað þjóðernislegan uppruna og mótun sjálfsmynda
innflytjenda. Þar hefur lengi verið bent á sköpun sameiginlegrar fortíðar til
að skapa þjóðir eða þjóðernishópa4 og við leggjum í því samhengi áherslu
á hugtakið félagslegt minni (e. social memory) sem snýr að samspili fortíðar
og samtíðar.5 Einnig hefur verið lögð áhersla á að vegna þess að félags-
legt minni snýr að tengslum fortíðar og nútíðar mótast það samhliða af
félagslegum og pólitískum aðstæðum hvers tíma.6 Í anda femínískra kenn-
inga leggjum við jafnframt áherslu á að ólíkir þættir sjálfsmynda skarist
(e. intersectionality) í hnattvæddu samfélagi samtímans. Mannfræðingurinn
Andrea Smith dregur einmitt athygli að því að félagslegt minni er þver-
sagnakennt í eðli sínu vegna þess að samfélög eru samansett úr ólíkum
hópum sem skarast á margskonar hátt sem gerir það að verkum að túlkun
fortíðarinnar verður fjölbreytt eftir samhengi og hverjir eiga í hlut hverju
4 Benedict Anderson, Imagined Communities, Reflections on the Origin and Spread of
Nationalism, London og New York: Verso, 1991.
5 Popular memory group, „Popular Memory. Theory, Politics, Methods“, Making
Histories. Studies in History Writing and Politics, ritstj. Richard Johnson, Gregor
McLennan, Bill Schwarz og David Sutton, Minneapolis: University of Minnesota
Press, 1982, bls. 205–252, hér bls. 211; Jacob J. Climo og Maria G. Cattell, „Intro-
duction. Meaning in Social Memory and History. Anthropological Perspectives“,
Making Histories. Studies in History Writing and Politics, ritstj. Jacob J. Climo og
Maria G. Cattell, New York: Altamira Press, 2002, bls. 4.
6 Popular memory group, „Popular Memory. Theory, Politics, Methods“, bls. 205–
252.
EyRún EyþóRsdóttiR oG KRistín LoftsdóttiR