Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 127
126
áhaldið mitt svo ég bið að heilsa henni og konunni þinni ef hún lifir.“27
Er hann þá að vísa í að honum þyki vænt um ljóð Huldu enda þekkti hann
hana aðeins af þeim.
Benedikt á Auðnum hafði þótt gagnrýni Jóns á ófrelsið á Íslandi bein-
ast að sér, hreppstjóranum, og ásakaði Jón fyrir að vera með öllu amer-
ísku, móti íslenskum venjum, og að honum þætti vænna um náttúruna í
Ameríku en fólkið á Íslandi. Jón hafði farið til Ameríku til að ráða sér sjálf-
ur. Sjálfræði skipti hann miklu meira máli en þjóðfrelsi því að hann taldi
sig og sitt fólk hafa orðið fyrir barðinu á áþján þeirra sem heimtuðu frelsi
frá Dönum.28 Benedikt þótti hins vegar kvæði Guðmundar Friðjónssonar
á Sandi „Bréf til vinar míns“, sem er borið uppi af brennandi þjóðernistil-
finningu og manar vininn til að hætta við að flytjast vestur um haf, „and-
skoti gott“!29
Sjálfsmynd Vestur-Íslendinga
Eins og áður var vikið að, hefur Steinþór Heiðarsson rannsakað sjálfs-
mynd Vestur-Íslendinga. Telur hann að á fyrsta skeiði vesturflutninganna
hafi íslensku vesturfararnir einkum fordæmt Ísland fyrir að vera harðbýlt
og ljótt en upp úr 1890 hafi þeir farið að taka landið í sátt sem móð-
urjörð sína. Viðhorf þeirra til Íslands hafi orðið hlutlægara en áður. Um
aldamótin 1900 hafi síðan hafist gyllingarskeið „sem einkennist af stað-
leysu, viðsnúningi staðreynda og draumórakenndri umræðu um auðlindir
Íslands“. Loks eftir miðjan fyrsta áratug 20. aldar „fer að bera á tilhneig-
ingu til bælingar óviðkunnanlegra skoðana. Vestur-Íslendingar fara þá að
taka nærri sér allt last um Ísland, það verður raunverulega heilagt í hugum
margra og þess er krafist að fólk ali börn sín upp í ást á ættjörðinni“.30
27 Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar, bls. 183–184. Hvort Jón er að vísa í umfjöllun
um ljóð Huldu, þar sem einatt var skrifað um hana sem náttúrubarn, eða aðeins
að benda á kynslóðamuninn með því að nota lo. lítill um hana er óvíst. Sbr. Guðni
Elíssson, „Líf er að vaka en ekki að dreyma. Hulda og hin nýrómantíska skáld-
ímynd“, Skírnir 161 (1987), bls. 65–70.
28 Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar, bls. 97.
29 Þóroddur Guðmundsson, Guðmundur Friðjónsson. Ævi og störf, Reykjavík: Ísafold-
arprentsmiðja, 1950, bls. 127; sjá ennfremur Úlfar Bragason, „Bréf til vinar míns.
Jón frá Stóruvöllum svarar kvæði Guðmundar á Sandi“, Milli himins og jarðar, ritstj.
Anna Agnarsdóttir, Pétur Pétursson og Torfi H. Tulinius, Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, 1997, bls. 137–145.
30 Steinþór Heiðarsson, „Íslands ástmegir og þrælar. Drættir úr sjálfsmynd Vestur-
Íslendinga“, Saga 37 (1999), bls. 50. Sjá ennfremur Daisy Neijmann, „Icelandic
úLfAR BRAGAson