Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 92
91
byggingarinnar birtust undan sverði við uppgröftinn á Víðivöllum sum-
arið 2010 en eldri hluta hússins hafði verið raskað við gerð flóðvarnargarðs
við bakka Íslendingafljóts um 1960.
Fornleifarnar voru mjög grunnt undir sverði og einkenndust af leifum
af gólfborðum sem lágu þvert á trébjálka með tjörupappa á milli. Á og
undir gólfinu fannst einnig nokkuð af gripum, leirkersbrotum, glerbrot-
um, járnbrotum og fáeinir heillegir gripir s.s. hnappar og tölur. Samkvæmt
aldursgreiningu eru þessir gripir frá 1890–1915 en þá flutti fjölskyldan úr
húsinu.
Flest glerbrotanna var ekki unnt að greina til ílátagerðar vegna þess
hversu smá þau voru en af þeim sem unnt var að greina voru flest úr litlum
glerflöskum, nokkur úr glösum og eitt úr krukku. Flest þessara íláta hafa
verið keypt með innihaldi, s.s. áfengi, gosi, sósum eða lyfjum sem gefur
til kynna að heimilisfólkið hafi haft aðgang að fjöldaframleiddum vörum.
„Lyklar“ og lok af niðursuðudósum voru líka til marks um þetta. öngull
og netagarn sem einnig fundust benda hinsvegar til þess að fjölskyldan hafi
stundað veiðar í ánni eða Winnipegvatni. Tvö skothylki gefa til kynna veið-
ar á fugli eða dýrum úr skóginum. Alls fundust rúmlega 100 leirkersbrot á
og undir gólfinu. Langflest þeirra voru úr hvítum iðnaðarleir en nokkur úr
postulíni og eitt úr grófum jarðleir. Þessi brot voru líkt og glerbrotin mjög
smá og því ekki unnt að greina þau frekar með tilliti til leirkeragerðar eða
eftir því hvernig þau voru skreytt. Algengasti gripaflokkurinn voru hlutir
úr málmum og járni. Flestir þeirra voru byggingarefni, s.s. naglar, en aðrir
hafa líklega komið úr húsgögnum og húsbúnaði. Lítið brot úr flugnaneti
fannst, sem minnir á þau óþægindi sem landnemarnir höfðu af moskító-
flugum og öðrum skordýrum og víða er getið í heimildum. Járnbrot úr
eldavél og strompi fundust einnig sem og glerbrot úr olíulömpum svo ljóst
er að húsið hefur verið kynt með eldavél og að einhverju leyti upplýst.
Nær engin rúðubrot fundust en ljósmynd af húsinu sýnir greinilega að þar
hafa verið fremur stórir rennigluggar (e. sash windows).
Árið 1891 var tekið manntal á Nýja-Íslandi þar sem skráðar voru ýmsar
upplýsingar er vörðuðu búskap og framþróun byggðarinnar. Í manntalinu
er jörðin að Víðivöllum metin á 1175 dollara sem er yfir meðaltali annarra
jarða (936 dollarar) í sömu byggð (Icelandic River settlement) og talsvert
yfir meðaltali fyrir nýlenduna alla (771 dollari). Af 275 jörðum á Nýja-
Íslandi voru einungis tíu metnar hærra en Víðivellir. Það sem aðgrein-
ir jörðina frá öðrum virðist fyrst og fremst vera fjárbúskapurinn en Jón
VÍðIVELLIR VIð ÍSLENDINGAFLJÓT