Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 174
173
Kristjana hefur verið ötul að kynna og fjalla um íslenskar bókmenntir vest-
an hafs, auk þess að setja íslenska menningararfleifð og sögu í forgrunn í
stórum hluta verka sinna. Meðal þess sem hún hefur þýtt er úrval af ljóð-
um Stephans G. Stephanssonar og bók Birnu Bjarnadóttur um fagurfræði
Guðbergs Bergssonar. Í ritdómum hennar um íslenskar bækur í tímaritinu
World Literature Today má m.a. sjá bregða fyrir Matthíasi Jóhannessen, Birgi
Sigurðssyni, Þórarni Eldjárn, Gyrði Elíassyni, Rúnari Helga Vignissyni,
Vilborgu Davíðsdóttur, Þorsteini frá Hamri og Kristínu Marju Baldursdóttur,
svo nokkur séu nefnd. Í sama tímariti birti hún einnig um nokkurra ára skeið
yfirlitsgreinar um ársútgáfu íslenskra bóka.
Kristjana er ekki þekkt sem íslenskur höfundur, en hún á farsælan feril sem
kanadískur rithöfundur og hefur tekið virkan þátt í menningarpólitískri fræði-
umræðu allt frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið. Henni hefur hlotnast
fjöldi viðurkenninga og tilnefninga fyrir verk sín,8 auk þess sem smásögur
hennar og ljóð eða sýnishorn úr lengri prósaverkum má finna í fjöldanum
öllum af þematískum safnritum og yfirlitsritum um kanadískar bókmennt-
ir. Kristjana hefur birt aragrúa fræðilegra greina og bókarkafla og ritstýrt
fræðiverkum um nokkra af helstu rithöfundum Kanada auk þess að samtvinna
fræðilega greiningu og íhugun við frásagnir í bundnu og óbundnu máli í eigin
ritverkum og skáldskap.9 Upplýsingar um hana má finna í gagnagrunnum10 og
margvíslegum uppflettiritum um kanadískar bókmenntir, kvennabókmenntir,
innflytjendabókmenntir og heimsbókmenntir. Þá eru ótalin kynstrin öll af
ritdómum og fræðigreinum um verk hennar og viðtöl við hana sem fræði-
mann, rithöfund og skáld.11 Helsta einkenni skáldverka Kristjönu er áherslan
Deer: Red Deer College Press, 1998; The Rose Garden. Reading Marcel Proust, Red
Deer: Red Deer College Press, 1996; The Substance of Forgetting, Red Deer: Red
Deer College Press, 1992; The Guest House and Other Stories, Concord: House
of Anansi Press, 1992; Zero Hour, Red Deer: Red Deer College Press, 1991; The
Prowler, Red Deer: Red Deer College Press, 1989. Sjá nánar http://kristjanagunn-
arswritings.com/short_fiction og http://kristjanagunnarswritings.com/prose.
8 Sjá helstu viðurkenningar sem hún hefur hlotið á heimasíðu hennar undir „Aw-
ards“: http://kristjanagunnarswritings.com/awards.
9 Sjá nánar http://kristjanagunnarswritings.com/academic og http://kristjanagunn-
arswritings.com/service. Sjá einnig samantekt Monique Tschofen: http://canadian-
writers.athabascau.ca/english/writers/kgunnars/biblio_about.php.
10 Sem dæmi ná benda á kanadísku fjölfræðiorðabókina á vefnum: http://thecanadia-
nencyclopedia.com/en/article/kristjana-gunnars/. Sjá einnig gagnabanka Athabaska
University um kanadíska rithöfunda: http://canadian-writers.athabascau.ca/engl-
ish/writers/kgunnars/kgunnars.php.
11 Hluta af þessum birtingum má finna í ritaskrá Monique Tschofen, sjá http://
canadian-writers.athabascau.ca/english/writers/kgunnars/biblio_about.php. Sjá
einnig á vef Kristjönu, http://kristjanagunnarswritings.com/further_reading. Um
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð