Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 30
29
tapa áróðursstríðinu. Það var einfaldlega við ofurefli liðs að etja, auk þess
sem þeir voru víðsfjarri hinum eiginlega vígvelli. Það sem gerði þó útslag-
ið – og dugði eitt og sér til að kveða þá í kútinn – var sú einfalda stað-
reynd að skipið kom ekki. Brasilíski ræðismaðurinn í Kaupmannahöfn
virtist þó allur af vilja gerður en kannski var hann sleginn út af laginu
vegna hins mikla fjölda Íslendinga er vildi komast í „rúsínufjöllin“. Auk
þriggja aðallistanna sem Jakob sendi honum fékk hann nöfn – enginn veit
hversu mörg – frá ýmsum málsmetandi Þingeyingum um að taka þessa og
hina með suður til Brasilíu. Kannski ruglaði þetta ræðismanninn í ríminu
enda að æra óstöðugan að henda reiður á öllu listafarganinu og einstökum
beiðnum um far. Að minnsta kosti vafðist fyrir honum að útvega skip.
Einhverjir fullyrtu reyndar, og þóttust hafa eftir ræðismanninum sjálfum,
að hann hefði hreinlega hætt við og ekki þorað að senda skip – hann átti
að hafa borið því við að sig skorti umboð brasilískra stjórnvalda „til að
flytja í þetta sinn allan þann urmul“ Íslendinga er vildi til Brasilíu.27 Sjálfur
skrifaði ræðismaðurinn Einari í Nesi þetta sumar 1873 að hann hefði skip
en hængurinn væri sá að það yrði ekki sjóklárt fyrr en í október sem væri
of seint.28 Hann bar vandræði sín upp við milligöngumann hinna íslensku
Brasilíufara í Kaupmannahöfn, frater Magnús Eiríksson. Erindið var að
tilkynna að skipið kæmi að vori, beina leið frá Kristjánssandi, en brýnt væri
að fá staðfest hverjir virkilega vildu fara og tryggja að þeir yrðu tilbúnir á
einum og sama staðnum þegar skipið kæmi.
Enn kom þó hlykkur á bænina því að ræðismaðurinn virðist hreint ekki
hafa rætt málin á þessum nótum við aðra Íslendinga í Kaupmannahöfn.
Þvert á móti var hann tvístígandi, enda búinn að skrifa ítrekað til stjórn-
valda í Brasilíu en hafði engin svör fengið ennþá varðandi fríflutninginn
frá Íslandi.29
En nú var frater Magnús búinn að fá sig fullsaddan og bað ræðismann-
inn að snúa sér heldur til Einars í Nesi sem reyndist tregur í taumi að
27 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Saga Íslendinga í Vesturheimi, 2. bindi, Winnipeg:
Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi, 1943, bls. 93.
28 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Æfintýrið frá Íslandi til Brasilíu, bls. 282–285.
29 Þessi ummæli fréttust alla leið norður í Þingeyjarsýslu og voru ekki beint hug-
hreystandi eða hvetjandi. Magnús Guðmundsson sendi þau skilaboð frá Kaup-
mannahöfn að ástandið væri ótækt, fá yrði mann þar ytra til að þrýsta málinu áfram
og stakk upp á Tryggva Gunnarssyni (Lbs. 2742, 4to, Jakob Hálfdanarson til Jóns
Sigurðssonar á Gautlöndum 17. janúar 1874). Í þessu sama bréfi fullyrðir Jakob, og
hefur eftir Jóni Sveinssyni í Kaupmannahöfn, að konsúllinn sé „fleirum sinnum“
búinn að skrifa til Brasilíu eftir upplýsingum um fríflutninginn.
ÞVÍ MISTÓKUST BÚFERLAFLUTNINGAR ÍSLENDINGA TIL BRASILÍU?