Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 184
183
skrifaði bandaríski rithöfundurinn Susan Richards Shreve ritgerð fyrir
greinaröðina „Writers on Writing“ í New York Times, þar sem hún játar
að hafa skrifað skáldsögu frá sjónarhorni svartrar konu.30 Nú er hún sjálf
hvít og þegar ritstjóri hennar til langs tíma las handritið hafnaði hann því
vegna þess að hann leit svo á að það væri of áhættusamt að gefa út yfirtöku-
skáldsögu af þessu tagi. Þannig að fyrir Shreve var fyrsta vandamálið við
eignarnámið að fá verkið gefið út, hvað þá að fá gagnrýni á það sem hún
hafði skrifað. Hún tók sér dulnefni og sendi bókina til annars útgefanda
sem hún heldur fram að hafi haldið „til að byrja með að hún hafi verið
að lesa sjálfsævisögu ungrar afrísk-amerískrar konu“. Hún viðurkennir að
þetta áhættusama skref hafi gert henni kleift að upplifa hina „miklu sælu
nafnleysisins“. Hún greinir frá því að sú ánægja sem hlaust af því að ekki
voru borin kennsl á hana sem höfundinn og af því að fela sig bak við grímu
nafnleysisins minnti hana á þá ánægju sem fylgdi því að segja sögur við
matarborðið þegar hún var barn, þegar hún gat hætt að vera hún sjálf um
stundarsakir og verða einfaldlega sögumaður þess í stað. Nadine Gordimer
lýsir þessu hlutverki á enn sterkari hátt með eftirfarandi orðum:
Hvernig skrifar rithöfundur frá sjónarhorni barns? Hvernig skiptir
rithöfundur um kyn? Hvernig gat James Joyce skrifað hina frægu ein-
ræðu Molly Bloom? Hver sem er getur skrifað um hvað sem er – ef
hann er nógu góður. Að skilgreina trúverðugleika á hinum eða þess-
um grundvelli útilokunar breytir engu. Það er engin formúla fyrir því
hvernig öðlast má trúverðugleika.31
Hollráðið um að maður eigi að vinna sína eigin vinnu og þekkja það sem
maður skrifar um er að verða eins konar mantra fyrir fólk sem er sam-
mála Golden og Bringhurst og er einstaklega samviskusamt þegar kemur að
rannsóknavinnu, eins og Timothy Findley hélt fram í fyrirlestri sínum fyrir
Humber School of Writing. En úr því að yfirtakan á sér tvær hliðar, og þeir
sem eignarhaldið er lagt á upplifa alvöru þjáningar, væri í hæsta lagi sann-
gjarnt að stinga upp á því að sá rithöfundur sem iðkar yfirtöku gangi lengra
30 Susan Richards Shreve, „A Storyteller Finds Comfort in a Cloak of Anonymity“,
New York Times 27. ágúst 2001, bls. B1–2. Susan Richards Shreve hefur skrifað tólf
skáldsögur og þónokkrar barnabækur. Hún hefur kennt ritlist um langt skeið og
stofnaði námsbraut í ritlist til MFA-gráðu við George Mason University.
31 Tilvitnunin kemur fyrir á ótölusettri blaðsíðu í grein Ingrid Johnston, „Dilemmas
of Identity and Ideology in Cross-Cultural Literary Engagements“, Canadian
Ethnic Studies 29:2 (1997), bls. 97–108.
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð