Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 181
180
Hugmyndin um kynþáttahatur þarfnast alvarlegrar heimspekilegrar og
félagssálfræðilegrar umhugsunar og líklega er sannleikskorn í því að mörg
okkar hafi þetta hugtak á hraðbergi og noti það án þess að skilja fylli-
lega merkingu þess. Bharati Mukherjee25 lýsir á einum stað einu einkenni
kynþáttahaturs og um leið vel heppnaðri „yfirtöku“. Mukherjee skrifar í
greininni „An Invisible Woman“ að reynsla sín sem indversk kona í hvítu
Kanada hafi á vissan hátt gert líf sitt þversagnarkennt. Hún skýrir þetta
svo: „Elsta þversögn fordóma er að þeir gera fórnarlömb sín samtímis
ósýnileg og yfirgengilega berskjölduð“ (bls. 325). Að lifa í slíku tómarúmi
hlýtur að draga verulega þrótt úr manni. Mukherjee segir: „Ég get ekki
lýst angistinni og tilfinningunni sem kemur yfir mann um að maður hafi
verið svikinn“ (bls. 328). Hún talar um að tileinka sér innri „tvísýn þegar
sjálfsímyndin stangast svona gersamlega á við félagslega stöðu“, og að
þversögnin við að vera ósýnileg en þó allt of berskjölduð „rjúfi tengslin
við dýpstu sannfæringu okkar um okkur sjálf“ (bls. 328). Það er ekki erfitt
að ímynda sér að þessi tilfinning að vera í „tómarúmi“, í senn ósýnileg og
berskjölduð um of, sé einmitt það sem kemur yfir fólk sem á sögur sem
aðrir slá eign sinni á og segja.
Bessie Head setur þennan sálfræðilega veruleika fram á sinn hátt í stuttri
ritgerð frá 1963, „An Invisible Crime“, þegar hún segir frá kynþáttahatri
og „litaða manninum“ í Suður-Afríku sem breytist í samfélagi aðskilnaðar-
stefnunnar í „feiminn, guðhræddan, löghlýðinn borgara í sínu eigin hel-
víti“.26 Þetta verður enn augljósara þegar tilfinningunni um að vera hunds-
aður og strokaður út fylgir grunur um að maður sé ekki velkominn, eins og
Head lýsir í annarri stuttri ritgerð, „Letter from South Africa“, því „maður
gæti grátið endalaust ef aðeins það yrði til að fá lausn frá óstöðvandi kval-
ræði haturs, haturs, haturs“ (bls. 14). Þegar maður stendur frammi fyrir
25 Bharati Mukherjee, „An Invisible Woman“, Landmarks: A Process Reader, ritstj.
Roberta Birks, Tomi Eng og Julie Walchli, Scarborough: Prentice Hall Allyn and
Bacon, 1998, bls. 324–331. Bharati Mukherjee fæddist 1940 í Kolkata á Indlandi
og flutti með fjölskyldu sinni til Bretlands 1947. Hún lauk BA-gráðu frá University
of Calcutta og MA-gráðu frá University of Baroda árið 1961. Hún fékk styrk til að
sækja University of Iowa og lauk MFA-gráðu í ritlist árið 1963 og doktorsgráðu í
ensku árið 1969. Hún giftist Clark Blaise, vel þekktum kanadískum rithöfundi, árið
1963 og varð síðar prófessor við Unversity of California í Berkeley. Meðal verka
hennar eru The Tiger’s Daughter, Wife, An Invisible Woman, Darkness, Jasmine, The
Holder of the World og Leave It to Me.
26 Bessie Head, A Woman Alone: Autobiographical Essays, ritstj. Craig MacKenzie,
London: Heinemann, 1990, bls. 8.
KRistJAnA GunnARs