Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 181

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 181
180 Hugmyndin um kynþáttahatur þarfnast alvarlegrar heimspekilegrar og félagssálfræðilegrar umhugsunar og líklega er sannleikskorn í því að mörg okkar hafi þetta hugtak á hraðbergi og noti það án þess að skilja fylli- lega merkingu þess. Bharati Mukherjee25 lýsir á einum stað einu einkenni kynþáttahaturs og um leið vel heppnaðri „yfirtöku“. Mukherjee skrifar í greininni „An Invisible Woman“ að reynsla sín sem indversk kona í hvítu Kanada hafi á vissan hátt gert líf sitt þversagnarkennt. Hún skýrir þetta svo: „Elsta þversögn fordóma er að þeir gera fórnarlömb sín samtímis ósýnileg og yfirgengilega berskjölduð“ (bls. 325). Að lifa í slíku tómarúmi hlýtur að draga verulega þrótt úr manni. Mukherjee segir: „Ég get ekki lýst angistinni og tilfinningunni sem kemur yfir mann um að maður hafi verið svikinn“ (bls. 328). Hún talar um að tileinka sér innri „tvísýn þegar sjálfsímyndin stangast svona gersamlega á við félagslega stöðu“, og að þversögnin við að vera ósýnileg en þó allt of berskjölduð „rjúfi tengslin við dýpstu sannfæringu okkar um okkur sjálf“ (bls. 328). Það er ekki erfitt að ímynda sér að þessi tilfinning að vera í „tómarúmi“, í senn ósýnileg og berskjölduð um of, sé einmitt það sem kemur yfir fólk sem á sögur sem aðrir slá eign sinni á og segja. Bessie Head setur þennan sálfræðilega veruleika fram á sinn hátt í stuttri ritgerð frá 1963, „An Invisible Crime“, þegar hún segir frá kynþáttahatri og „litaða manninum“ í Suður-Afríku sem breytist í samfélagi aðskilnaðar- stefnunnar í „feiminn, guðhræddan, löghlýðinn borgara í sínu eigin hel- víti“.26 Þetta verður enn augljósara þegar tilfinningunni um að vera hunds- aður og strokaður út fylgir grunur um að maður sé ekki velkominn, eins og Head lýsir í annarri stuttri ritgerð, „Letter from South Africa“, því „maður gæti grátið endalaust ef aðeins það yrði til að fá lausn frá óstöðvandi kval- ræði haturs, haturs, haturs“ (bls. 14). Þegar maður stendur frammi fyrir 25 Bharati Mukherjee, „An Invisible Woman“, Landmarks: A Process Reader, ritstj. Roberta Birks, Tomi Eng og Julie Walchli, Scarborough: Prentice Hall Allyn and Bacon, 1998, bls. 324–331. Bharati Mukherjee fæddist 1940 í Kolkata á Indlandi og flutti með fjölskyldu sinni til Bretlands 1947. Hún lauk BA-gráðu frá University of Calcutta og MA-gráðu frá University of Baroda árið 1961. Hún fékk styrk til að sækja University of Iowa og lauk MFA-gráðu í ritlist árið 1963 og doktorsgráðu í ensku árið 1969. Hún giftist Clark Blaise, vel þekktum kanadískum rithöfundi, árið 1963 og varð síðar prófessor við Unversity of California í Berkeley. Meðal verka hennar eru The Tiger’s Daughter, Wife, An Invisible Woman, Darkness, Jasmine, The Holder of the World og Leave It to Me. 26 Bessie Head, A Woman Alone: Autobiographical Essays, ritstj. Craig MacKenzie, London: Heinemann, 1990, bls. 8. KRistJAnA GunnARs
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.