Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 101
100
þessar samfélagsbreytingar sé sniðgengin, enda sé sjálfkrafa framþróun
samfélaga forsenda allra breytinga. Í slíkum frásögnum liggur atbeini til
ákvarðana ekki hjá einstaklingum eða fjölskyldum heldur samfélags- og
náttúruöflum sem eru utan þeirra áhrifasviðs. Það er mikilvægt að segja
sögur af hversdagslífi þessa fólks og forðast að einfalda líf þess sem viðföng
stórsögunnar. Annars er hætt við því að við missum sjónar á því hvernig
fólk í fortíðinni upplifði og hafði áhrif á menningarbreytingar, viðhald
hefða og innreið nýrrar þekkingar.
Saga fjölskyldunnar á Víðivöllum er ekki línuleg saga framfara frá hefð-
bundnu íslensku bændasamfélagi til markaðshyggjusamfélags í Kanada.
Hún er saga fólks sem tókst á við miklar breytingar í lífi sínu og þurfti að
samræma gamlar hefðir nýjum lifnaðarháttum. Það var innflytjendur og
útlendingar en um leið landnemar, kanadískir og íslenskir. Sagan er um
fjölskyldu sem tók nýjum viðskiptatækifærum opnum örmum um leið og
hún ræktaði fjárstofn á svæði sem var illa til þess fallið, byggði bjálkahús
sem minnti á torfbæ og pantaði síðar teikningar kenndar við spænskan
byggingarstíl úr vörulista.
Saga fjölskyldunnar er ekki heldur saga Íslendinga sem urðu að
Kanadamönnum, töpuðu smám saman íslenskukunnáttu sinni og lögðu
niður gamlar hefðir. Hún er saga af fólki sem aðlagaðist nýjum aðstæðum,
breytti hefðum og lærði nýjar – rétt eins og þær fjölskyldur sem bjuggu
áfram á Íslandi. Aðlögun að kanadísku umhverfi og samfélagi fól í sér
margs konar breytingar og fyrsta dagblaðið á Nýja-Íslandi, Framfari, lagði
sig fram um að veita landnemunum upplýsingar sem kæmu að notum við
hinar nýju aðstæður, t.d. um hvernig ætti að búa til smjör og edik, baka
brauð og kartöflukökur og annast hænsni. Þar birtust einnig greinar um
viðhald íslenska þjóðarbrotsins í Ameríku. Þeir sem aðhylltust hugmyndir
um arfgengi þjóðernis og menningar voru líklegir til að leggja áherslu á
sérstakar íslenskar byggðir en allir voru sammála um að til þess að halda
áfram að vera íslenskir þyrftu landnemarnir og afkomendur þeirra að
efnast, menntast og taka fullan þátt í samfélaginu. Jón, Pálína, Snjólaug,
Guttormur og Jensína og afkomendur þeirra lögðu sitt af mörkum með
því að stofna gistihús, rækta fé og nautgripi, yrkja ljóð, prjóna sokka, kaupa
matarstell, bursta tennur og greiða sér. öll leit að merkimiðum sem ann-
aðhvort segja okkur að þessar aðgerðir hafi verið kanadískar eða íslenskar
missir marks. Merkingin felst í athöfnunum sjálfum.
ÁGústA EdwALd