Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 101

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 101
100 þessar samfélagsbreytingar sé sniðgengin, enda sé sjálfkrafa framþróun samfélaga forsenda allra breytinga. Í slíkum frásögnum liggur atbeini til ákvarðana ekki hjá einstaklingum eða fjölskyldum heldur samfélags- og náttúruöflum sem eru utan þeirra áhrifasviðs. Það er mikilvægt að segja sögur af hversdagslífi þessa fólks og forðast að einfalda líf þess sem viðföng stórsögunnar. Annars er hætt við því að við missum sjónar á því hvernig fólk í fortíðinni upplifði og hafði áhrif á menningarbreytingar, viðhald hefða og innreið nýrrar þekkingar. Saga fjölskyldunnar á Víðivöllum er ekki línuleg saga framfara frá hefð- bundnu íslensku bændasamfélagi til markaðshyggjusamfélags í Kanada. Hún er saga fólks sem tókst á við miklar breytingar í lífi sínu og þurfti að samræma gamlar hefðir nýjum lifnaðarháttum. Það var innflytjendur og útlendingar en um leið landnemar, kanadískir og íslenskir. Sagan er um fjölskyldu sem tók nýjum viðskiptatækifærum opnum örmum um leið og hún ræktaði fjárstofn á svæði sem var illa til þess fallið, byggði bjálkahús sem minnti á torfbæ og pantaði síðar teikningar kenndar við spænskan byggingarstíl úr vörulista. Saga fjölskyldunnar er ekki heldur saga Íslendinga sem urðu að Kanadamönnum, töpuðu smám saman íslenskukunnáttu sinni og lögðu niður gamlar hefðir. Hún er saga af fólki sem aðlagaðist nýjum aðstæðum, breytti hefðum og lærði nýjar – rétt eins og þær fjölskyldur sem bjuggu áfram á Íslandi. Aðlögun að kanadísku umhverfi og samfélagi fól í sér margs konar breytingar og fyrsta dagblaðið á Nýja-Íslandi, Framfari, lagði sig fram um að veita landnemunum upplýsingar sem kæmu að notum við hinar nýju aðstæður, t.d. um hvernig ætti að búa til smjör og edik, baka brauð og kartöflukökur og annast hænsni. Þar birtust einnig greinar um viðhald íslenska þjóðarbrotsins í Ameríku. Þeir sem aðhylltust hugmyndir um arfgengi þjóðernis og menningar voru líklegir til að leggja áherslu á sérstakar íslenskar byggðir en allir voru sammála um að til þess að halda áfram að vera íslenskir þyrftu landnemarnir og afkomendur þeirra að efnast, menntast og taka fullan þátt í samfélaginu. Jón, Pálína, Snjólaug, Guttormur og Jensína og afkomendur þeirra lögðu sitt af mörkum með því að stofna gistihús, rækta fé og nautgripi, yrkja ljóð, prjóna sokka, kaupa matarstell, bursta tennur og greiða sér. öll leit að merkimiðum sem ann- aðhvort segja okkur að þessar aðgerðir hafi verið kanadískar eða íslenskar missir marks. Merkingin felst í athöfnunum sjálfum. ÁGústA EdwALd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.