Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 69
68
úr og í um ástand sitt. Áður en Sigurður flutti til Norður-Ameríku lagði
hann stund á iðnnám í Danmörku. Honum gekk erfiðlega að útvega sér
fasta atvinnu og viðunandi laun eftir að náminu lauk.33 Á fyrstu árum hans í
Bandaríkjunum kvað við annan tón. Sigurður festi kaup á píanói og keypti
sér vasaúr og jakkaföt, sem sumt var borgað með afborgunum.34 „Jeg vildi
að þú værir komin“, skrifaði hann til móður sinnar, „þá fengi jeg mjer hús
og allt sem jeg þyrfti til þess. Það er stórt að segja enn það gæti jeg. Það
er öðruvísi að vera í Ameríku eða á Íslandi“.35 Möguleikarnir voru því fyrir
hendi í Norður-Ameríku en ekki á Íslandi að hans mati.
Það er erfitt að vita nákvæmlega hvers vegna Sigurður flutti vestur um
haf. Eftir lestur á bréfum hans frá árum sínum í Danmörku og frá Íslandi
er freistandi að álykta að atvinnuleysi hafi ýtt honum af stað yfir hafið. Bréf
sem Sigurður ritaði móður sinni eftir að hafa gengið í kanadíska herinn
árið 1916 gætu þó gefið til kynna að ástæðurnar hafi verið félagslegs eðlis.
Þá er ekki ólíklegt að tengsl Sigurðar við aðra innflytjendur vestan hafs hafi
haft áhrif á ákvörðun hans, enda bjó hann fyrst um sinn hjá Árna Ólafssyni,
svila sínum í Hartford.36 Hvað sem því líður þjónaði allt tal um velgengni í
Bandaríkjunum ákveðinni ímynd um að Sigurður stæði sig vel og hefði það
gott í nýja heimalandinu. Sigurður kvaðst ætla aftur til Íslands að þremur
árum liðnum og í fyrstu bréfum hans frá Bandaríkjunum margendurtekur
hann að efnisleg staða hans sé afar góð. Reyndin var þó allt önnur, eins
og sést í bréfi Ásmundar Johnsen, bróður Sigurðar, til móður sinnar í
desember 1909. Þá var Sigurður búinn að vera fimm ár í Bandaríkjunum,
en Ásmundur bjó í Winnipeg í Kanada. Sigurður var á mjög lágum laun-
um að mati Ásmundar og honum var mikið í mun að koma Sigurði til
Winnipeg þar sem mörg atvinnutækifæri væru í boði.37 Svo fór að píanóið
var sett upp í skuld og Sigurður flutti til Winnipeg árið 1910.38
33 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 14. september 1899 og 23 september
1900.
34 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 24. september 1905 og 2. desember
1905. Á seinna bréfinu er ártalið skrifað 1895, en það hefur augljóslega átt að vera
árið 1905.
35 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 24. september 1905.
36 Árni var bróðir Ragnars Ólafssonar, kaupmanns og síðar konsúls á Akureyri, sem
var giftur Guðrúnu, systur Sigurðar.
37 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.1, Ásmundur Johnsen, 7. desember 1909.
38 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.1, Ásmundur Johnsen, 10. nóvember 1910; ÞÍ, Einka-
skjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 23. ágúst 1909.
óLAfuR ARnAR svEinsson