Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 46

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 46
45 Þá er ljóst að Íslendingarnir dreifðust nokkuð um Curitiba og þar um kring og greinir Jónas Jóelsson, sem heimsótti Ísland árið 1887, frá því að vegna þess hversu dreifðir þeir voru héldu þeir litlu sambandi sín á milli.60 Í bréfi Brasilíufarans Magnúsar Guðmundssonar sem birtist í Framfara árið 1879 kemur fram að hann telur ólíklegt að íslenskt „þjóðerni“ og tunga verði langlíf meðal Brasilíufaranna og afkomenda þeirra.61 Luciano Dutra bendir á að hægt sé að sýna fram á að sumir af fyrstu kynslóð afkomenda Brasilíufaranna hafi verið vel að sér í íslensku. Til marks um það sé bréf sem Ernestina Victoria Reykdal skrifaði á íslensku til Magnúsar Árnasonar móðurbróður síns og var dagsett 12. maí 1912. Dutra bendir þó á að um síðir hafi íslenskuþekkingin að fullu fjarað út.62 Íslendingarnir tóku upp ættarnöfn í Brasilíu og margir breyttu íslenskum nöfnum sínum til að falla betur að portúgölsku og þýsku málfari. Mörg eftirnafnanna vísa til staða á Íslandi og þau sem áttu rætur að rekja til Sunnudals í Vopnafirði kölluðu sig til dæmis Söndahl, frá Reykjadal kom fólk með eftirnafnið Reykdal og eftirnafnið Bardal vísar til Bárðardals. Einnig var eitthvað um að nöfn breyttust á annan hátt, til dæmis varð Jónsson að Johnson og Jóakimsson að Joakinson. Með þessu tapaðist íslensk nafnahefð niður meðal Brasilíufaranna og þar með hluti hefða og tungumáls Íslendinga þótt vissulega gefi nöfnin vísbendingu um uppruna þeirra. Hér hefur verið greint frá takmörkuðum samskiptum milli Brasilíu- faranna og ættingja og vina á Íslandi í gegnum tíðina vegna dreifbýlis, sundurlyndis og afnáms íslenskrar nafnahefðar meðal Brasilíufaranna. Ljóst er að íslenskar hefðir, siðir og tungumál töpuðust meðal afkomenda Brasilíufaranna og má geta sér þess til að nokkrir samverkandi þættir hafi komið þar til, helst þeir sem hér hafa verið ræddir. Einnig má nefna að hóp- urinn var smár og lítið var um innbyrðis giftingar meðal Brasilíufaranna og afkomenda þeirra. Ekki er vitað hversu margir afkomendur íslensku Brasilíufaranna eru í Brasilíu í dag en áætlað er að þeir geti skipt hundr- uðum og jafnvel þúsundum. 60 Þórhallur Bjarnason, „Brasilíuferðir Íslendinga“, bls. 202–203. 61 Magnús Guðmundsson, „Bréf“. Í viðtali greinarhöfunda við einn afkomanda Magnúsar árið 2013 greindi hann frá því að íslenskan hafi þegar verið töpuð í hans fjölskyldu árið 1929 þegar afi hans fæddist. 62 Luciano Dutra, Frá Krækiberjahlíðum til Rúsínufjalla, bls. 9. „VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.