Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 76

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 76
75 Áróður mótaði að mörgu leyti hugmyndir hermanna um vígstöðvarnar og andstæðinga sína. Ríkjandi viðhorf voru á þá leið að eftirsóknarvert væri að berjast fyrir breska heimsveldið. Sögubækur gerðu mikið úr tilkomu- miklum bardögum og hetjum, og var þá hollusta Kanadamanna við breska heimsveldið gjarnan hafin upp á æðra plan. Um aldamótin voru uppi þau viðhorf að hernaður væri að verða mannúðlegri, hóflegri og kristilegri en áður þekktist.59 Ennfremur var áróðri beint að ungum mönnum í gegnum alþýðumenningu, s.s. söng, kvikmyndir, dagblöð og auglýsingar. Í tónlist birtist m.a. sú hugmynd að mæður skyldu hvetja syni sína til að rækja skyldur sínar.60 Þjóðverjum var lýst sem fjandsamlegum þjóðflokki.61 Í íslenskum blöðum var því haldið fram að Þjóðverjar hafi lifað á ránum og gripdeildum í gegnum tíðina. „Hrottar í orði og hrottar á borði“, skrifaði sr. Friðrik J. Bergmann í Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar árið 1917.62 Það er ekki óeðlilegt að Sigurður hafi orðið fyrir áhrifum áróðurs af þessu tagi. Hann virðist einnig hafa heillast af þeirri hugmynd að fara til Evrópu til að berjast í styrjöld: „[J]eg get ekki neytað því, að jeg hefði gaman af að komast þangað, þar er líklega margt að sjá sem maður hefur aldrei sjeð áður“.63 Að eigin sögn voru ástæður þess að Sigurður gekk til liðs við herinn þær að hann væri ekki huglaus, en í bréfum til móður sinnar sagðist hann ennfremur vera tilneyddur til að fara í stríðið, að öðrum kosti yrði hann skotinn án dóms og laga.64 Það á sér enga stoð í heimildum, enda var Sigurður ekki kvaddur í herinn. Hann skráði sig sjálfviljugur. Hér birtist því enn eitt dæmið um það hvernig frásögn var hagrætt í þá átt sem þótti viðeigandi í skrifum hans til móður sinnar. Nema hann hafi einfaldlega misskilið reglur sem sögðu að þeir sem flýðu af vígvellinum yrðu skotnir. Sigurður hafði þó afar skýrar hugmyndir um andstæðingana. Í hans huga voru þýskir hermenn ekki mannlegir og Wilhelm II Þýskalandskeisara lýsti hann sem djöfli í mannsmynd. „[Þ]eir eru dýr enn ekki menn, það er 59 Jeffrey A. Keshen, Propaganda and Censorship During Canada’s Great War, Edmon- ton: The University of Alberta Press, 1996, bls. xii. 60 Keshen, Propaganda and Censorship During Canada’s Great War, bls. 20–22. 61 Keshen, Propaganda and Censorship During Canada’s Great War, bls. 24–25. 62 Friðrik J. Bergmann, „Milli heims og heljar. Þýzkaland, England, Frakkland, Belgía. Joffre, foringi Frakka, með mynd“, Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar 23:1 (1917), bls. 21–50, hér bls. 24. 63 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 8. apríl 1916. 64 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 8. apríl 1916. „RIFFILLINN ER HINN BESTI VINUR HERMANNSINS“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.