Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 186
185
38). Þau tala um að hafna því að leika refskák miðjunnar; afskrift er „höfn-
un á skilgreiningu heimsveldismenningarinnar, fagurfræði hennar, villandi
stöðlum hennar fyrir það sem er [talið] eðlilegt“ (bls. 38). Þetta er ofur
einfaldlega sambærilegt við að hafna því að taka þátt í leik á skilmálum
einhvers annars, og þar af leiðandi verður enginn leikur. Yfirtaka er aftur á
móti „ferli þar sem tungumálið er tekið og látið ‚bera byrðar‘ manns eigin
menningarreynslu, eða eins og Raja Rao segir, látið ‚tjá sitt eigið innra líf
á tungumáli sem er ekki manns eigið‘“ (bls. 38–39). Ef við beitum áfram
líkingunni um leik þá felst eignarnámið í því að taka gömlu spilakubbana
og búa til nýjar reglur fyrir þá – til eigin afnota og til að þjóna eigin for-
sendum.
Þegar rithöfundur á jaðrinum eða nýlendurithöfundurinn notar tungu-
mál nýlenduherrans hefur það margvíslegar afleiðingar sem eru forvitni-
legar frá sjónarhorni skapandi lista. Ein afleiðingin er sú að rithöfundurinn
fær tvö andlit. Ashcroft og félagar útskýra þetta með því að menningarleg
staðsetning slíks höfundar „‚skapi‘ tvo lesendahópa og að hann snúi í tvær
áttir, því hann leitist við að endurheimta upplifun í skrifum sem nýta tæki
eins menningarsamfélags en reyni um leið að vera trúr reynsluheimi ann-
ars“ (bls. 60–61). Tvísýn af þessu tagi getur þýtt að höfundurinn verði
undirskipaður sjálfum sér [self-colonizing] en þá stöðu er áhugavert að
kanna nánar.32 önnur afleiðing hjá „tvíhliða“ rithöfundi er að hann verður
túlkur sinnar eigin menningar. Hann verður eins konar „heimildamaður“
eða þjóðfræðingur sinnar eigin þjóðar. Þannig er rithöfundurinn sem yfir-
tekur heimsveldistungumálið til að tjá upplifun sem tengist ekki heims-
veldinu sinn eigin fyrsti lesandi. Ashcroft og félagar lýsa fyrirbærinu á
þennan hátt:
Eftirlenduhöfundurinn, sem beinir augnarráði sínu í tvær áttir, er
þegar í túlkandi stöðu, því að hann/hún er ekki viðfangsefni túlk-
unar heldur fyrsti túlkurinn. Ritstjórnarinnskot, svo sem neðan-
málsgreinar, orðskýringar og formáli til skýringar, skrifuð af rithöf-
undinum sjálfum, eru góð dæmi um þetta. Sökum þess að þau eru
32 Það er vel þess virði að skoða sérstaklega möguleikann á því að rithöfundur „undir-
skipi“ sjálfan sig eða leggi „eignarhald“ á sjálfan sig eða sinn eigin menningarheim
og gæði þá annan menningarheim lífi með því sem hann fær að láni. Ég hef sjálf
hafið slíka túlkun á þvermenningarlegum þýðingum í ritgerð minni „Life as Fic-
tion: Narrative Appropriation in Isak Dinesen’s Out of Africa“, Isak Dinesen and
Narrativity: Reassessment for the 1990s, ritstj. Gurli A. Woods, ottawa: Carleton
University Press, 1994.
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð