Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 51
50
ljósleitara fólk hefur meiri sveigjanleika um það hvernig það skilgreinir
sig.80 Þetta gerir að verkum að hugmyndir um kynþátt í brasilísku sam-
hengi er eingöngu hægt að skilja út frá víðari skírskotun til hugmynda um
„hvítleika“ og stétt. Jerry Dávila gerir grein fyrir því að þegar menntun
varð almenn í Brasilíu á fyrri hluta 20. aldar byggði hún á aldagömlum
hugmyndum um yfirburði hvítra Evrópubúa gagnvart þrælum og frum-
byggjum. Dávila telur að jafnvel þegar hugmyndir kynþáttahyggju voru
gagnrýndar, til dæmis í áherslu á blöndun kynþátta, hafi þær engu að síður
verið undirliggjandi þar sem hugmyndir um „hvítleika“ voru samofnar
hugmyndum um nútíma og framþróun brasilísks samfélags. Dávila telur
að innan þessarar hugmyndafræði hafi „svartur“ ekki eingöngu verið tákn
fyrir leti og glæpahneigð eins og víða í Evrópu, heldur einnig tákn for-
tíðar.81 Dávila heldur því fram að þannig hafi kynþáttur ekki síður virkað
sem félagsleg flokkun sem var teygjanleg og háð aðstæðum einstaklinga.
Litið var á blöndun sem jákvæða til að þróa þjóðina áfram og á sama tíma
gátu einstaklingar sem höfðu aðgang að ákveðnu félagslegu auðmagni og
fé frekar skilgreint sig sem hvíta.82 Eins og sagnfræðingurinn Leslie Rout
bendir á var einnig svæðisbundinn munur í Brasilíu á því hvernig hvít-
leiki var skilgreindur.83 Áherslan á blöndun kynþátta sem fór að birtast í
Brasilíu eftir 1920 varð hluti af félagslegu minni Portúgala um að nýlendu-
stefna þeirra hefði verið betri á einhvern hátt en nýlendustefna annarra
Evrópuþjóða. Eins og undirstrikað hefur verið hér byggði hún þó ekki
síður á kynþáttafordómum blönduðum þáttum tengdum stétt og kyni.84
Það er forvitilegt að velta fyrir sér stöðu Brasilíufaranna sjálfra í slíku sam-
hengi og hvernig íslenskt þjóðerni á þeim tíma hafði líklega litla merkingu
í félagslegu umhverfi þeirra. Geta má sér til um það að mikilvægara hafi
verið að leggja áherslu á stöðu sína sem norrænir eða evrópskir innflytj-
endur. Til dæmis má nefna að þeir Íslendingar sem settust að meðal þýskra
landnema hafa þannig mögulega séð hag sínum betur borgið með því að
80 Peter Wade, Race and Ethnicity in Latin America, 2. útg., New York: Pluto Press.
2010, bls. 12–13.
81 Jerry Dávila, Diploma of Whiteness. Race and Social Policy in Brazil, 1917–1945,
Durham: Duke University Press, 2003.
82 Sama rit, bls. 6.
83 Lesley B. Rout, „Race and Slavery in Brazil“, bls. 87.
84 Elsa Peralta og Simone Frangella, „Portugal and the Empire. Discourses and
Practices on Race and Gender“, Teaching Race with a Gendered Edge, ritstj. Brigitte
Hipfl og Kristín Loftsdóttir, Budapest: ATGENDER, Central Europan University
Press, 2012, bls. 97–110.
EyRún EyþóRsdóttiR oG KRistín LoftsdóttiR