Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 109
108
Því miður er það sorglegur sannleiki, að nokkur partur vors unga
fólks hefur snúið bakinu of mikið við íslenzkunni, móðurmálinu
sínu, og svift sig þeirri miklu mentun, sem því er samfara að kunna
íslenzku – mentun, sem það svo að segja fyrirhafnarlaust hefði getað
átt og notið, ef það hefði viljað. Eins og kunnugt er, komst sá hugs-
unarháttur inn hjá ýmsum meðal Vestur-Íslendinga fyrir mörgum
árum síðan að bezt væri að losa sig sem allra fyrst við tungu sína og
þjóðerni.16
Kennarinn kom út í fjögur ár. Blaðið var þá sameinað málgagni kirkjunnar,
Sameiningu, en hélt áfram að koma út sem fylgiblað undir ritstjórn séra
Steingríms Thorlakssonar. Eftir þá ákvörðun hætti ritið að birta greinar
um ýmis velferðarmál barna og verður alfarið hjálpargagn fyrir sunnudaga-
skólakennara og birtir aðeins ritningartexta og útleggingar þeirra þar til
blaðið lauk göngu sinni árið 1905. Við hlutverki þess tók tímaritið Börnin,
sem einnig kom út sem fylgirit með Sameiningunni. Ritstjóri Barnanna
var áfram séra Steingrímur Thorlaksson en blaðið var gefið út í Selkirk. Í
fyrsta blaðinu snýr Steingrímur sér beint til lesenda fyrir hönd blaðsins í
innilegu tiltali eins og félagi þeirra og vinur. „Sæl og blessuð, börnin mín!
Nú kem eg til ykkar nýr af nálinni og heiti í höfuðið á ykkur. Ekki þykir
ykkur það verra. Það veit eg fyrir víst. og ekki takið þið verr á móti mér
fyrir það. En það langar mig til að fá góðar viðtökur hjá ykkur.“17
Börnin voru í raun fyrsta vestur-íslenska tímaritið sem talaði við börn
og höfðaði til þeirra um að lesa og kaupa blaðið. Það var ekki ætlað sunnu-
dagaskólakennurum eins og Kennarinn heldur birti það hvers kyns hugvekj-
ur og kristilegar og siðbætandi dæmisögur sem áttu að kenna og skemmta
börnunum í senn. Ein þeirra er augljós táknsaga um nauðsyn þess að hlúa
að sínum íslensku rótum og heitir „Heimska tréð“. Þar segir frá birkitré
sem vex og dafnar í láginni sinni. Það verður stórt og laufmikið og börnin
elska það og það er vinsælt og hamingjusamt. En aðrar trjátegundir standa
hærra og fá meiri sól, svo birkitréð verður öfundsjúkt og biturt og loks
rífur það sig upp, þvert á öll góð ráð eldri trjáa, og labbar upp á hæðina.
En – hvað er þetta? Hvaða tilfinningar eru þetta? – Það fór undarlegur
skjálfti um björkina. og alt fór að breytast í kringum hana. Einhvern
þokureyk lagði um alt – um lágina og lautirnar, um eikina og trén hin,
16 Kennarinn 4:4 (1900–1901), bls. 50.
17 Börnin 1:1 (1905), bls. 1.
dAGný KRistJÁnsdóttiR