Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 188
187
sem er að „afhjúpa þá staðreynd að ætlunarverk þjóðernishyggjunnar sé
innihaldslaust“ (bls. 285). Staðhæfingar um yfirburði og um „eignarhald“
á ákveðnum menningareinkennum munu, að hans sögn, leiða til þess að í
ljós komi að þær séu innihaldslausar. Þegar menningarlegt innihaldsleysi
verður bersýnilegt rennur upp „andrá síðbúinnar skelfingar“ (bls. 286).
Þegar deilan um yfirtöku í skrifum er skoðuð má einmitt greina slíkan
skelfingarvott frá báðum hliðum.
Uppbrotið sem á sér stað innra með rithöfundinum sem gerir sjálfan sig
svo margfaldan að hann miðlar á milli margra menningarheima og tungu-
mála opnar gátt póstmódernismans. Veröld okkar vandalausra eftir Kazuo
Ishiguro og A Gesture Life eftir Chang-rae Lee eru tvær nútímaskáldsögur
sem bera áhugaverðan vitnisburð um bæði tungumála- og menningarlega
röskun og rithöfunda sem túlka menningarheima í fleiri en eina átt. Kazuo
Ishiguro er frá Japan, býr í Bretlandi og skrifar á ensku.35 Í Veröld okkar
vandalausra skrifar hann um enskan mann sem ólst upp í Kína og í gegnum
margrætt sjónglerið sem hann bregður upp túlkar hann menningu alþjóð-
legu byggðarinnar í Shanghai fyrir byltingu. Síðara tilfellið, Chang-rae
Lee, er bandarískur en af kóreskum uppruna og í A Gesture Life skrifar
hann um japansk-kóreskan innflytjanda til Bandaríkjanna, og í gegnum
eigið sjóngler túlkar hann menningarlegt rótleysi brottfluttra Japana.36 Í
A Gesture Life verður endurtekið og margvíslegt menningarrof því aðal-
hetjan, Kurohati, er af kóreskum uppruna, elst upp í Japan og flyst síðar
til Bandaríkjanna, þar sem einfaldlega er litið á hann sem japansk-banda-
rískan, en öll önnur blæbrigði strokuð út. Hér er yfirtaka í að minnsta
kosti þrjár áttir, og sýna þessar skáldsögur flækjurnar sem af henni hljótast.
Báðir höfundarnir eru í raun að láta greipar sópa í menningarheimum sem
eru ekki þeirra eigin, og flytja „mannrán“ sín á enn eitt menningarsvæðið,
þ.e. það þriðja.
35 Kazuo Ishiguro fæddist í Nagasaki í Japan, árið 1954 og flutti til Bretlands árið
1960. Hann sótti nám við University of Kent í Canterbury og University of East
Anglia. Meðal skáldsagna hans eru A Pale View of Hills, An Artist of the Floating
World, The Remains of the Day og When We Were Orphans.
36 Chang-rae Lee fæddist í Seoul í Kóreu árið 1965. Þriggja ára að aldri fluttist
hann til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni og ólst upp í Westchester, New York.
Hann útskrifaðist með prófgráðu í ensku frá Yale og með MFA-gráðu í ritlist frá
University of oregon. Meðal skáldsagna hans eru Native Speaker og A Gesture Life.
Hann býr í New York og stýrir MFA-náminu við Hunter College. [Chang-rae Lee
kennir nú við Princeton University í Princeton, New Jersey, og stýrir ritlistarnám-
inu þar. – Aths. þýð.]
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð