Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 188

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 188
187 sem er að „afhjúpa þá staðreynd að ætlunarverk þjóðernishyggjunnar sé innihaldslaust“ (bls. 285). Staðhæfingar um yfirburði og um „eignarhald“ á ákveðnum menningareinkennum munu, að hans sögn, leiða til þess að í ljós komi að þær séu innihaldslausar. Þegar menningarlegt innihaldsleysi verður bersýnilegt rennur upp „andrá síðbúinnar skelfingar“ (bls. 286). Þegar deilan um yfirtöku í skrifum er skoðuð má einmitt greina slíkan skelfingarvott frá báðum hliðum. Uppbrotið sem á sér stað innra með rithöfundinum sem gerir sjálfan sig svo margfaldan að hann miðlar á milli margra menningarheima og tungu- mála opnar gátt póstmódernismans. Veröld okkar vandalausra eftir Kazuo Ishiguro og A Gesture Life eftir Chang-rae Lee eru tvær nútímaskáldsögur sem bera áhugaverðan vitnisburð um bæði tungumála- og menningarlega röskun og rithöfunda sem túlka menningarheima í fleiri en eina átt. Kazuo Ishiguro er frá Japan, býr í Bretlandi og skrifar á ensku.35 Í Veröld okkar vandalausra skrifar hann um enskan mann sem ólst upp í Kína og í gegnum margrætt sjónglerið sem hann bregður upp túlkar hann menningu alþjóð- legu byggðarinnar í Shanghai fyrir byltingu. Síðara tilfellið, Chang-rae Lee, er bandarískur en af kóreskum uppruna og í A Gesture Life skrifar hann um japansk-kóreskan innflytjanda til Bandaríkjanna, og í gegnum eigið sjóngler túlkar hann menningarlegt rótleysi brottfluttra Japana.36 Í A Gesture Life verður endurtekið og margvíslegt menningarrof því aðal- hetjan, Kurohati, er af kóreskum uppruna, elst upp í Japan og flyst síðar til Bandaríkjanna, þar sem einfaldlega er litið á hann sem japansk-banda- rískan, en öll önnur blæbrigði strokuð út. Hér er yfirtaka í að minnsta kosti þrjár áttir, og sýna þessar skáldsögur flækjurnar sem af henni hljótast. Báðir höfundarnir eru í raun að láta greipar sópa í menningarheimum sem eru ekki þeirra eigin, og flytja „mannrán“ sín á enn eitt menningarsvæðið, þ.e. það þriðja. 35 Kazuo Ishiguro fæddist í Nagasaki í Japan, árið 1954 og flutti til Bretlands árið 1960. Hann sótti nám við University of Kent í Canterbury og University of East Anglia. Meðal skáldsagna hans eru A Pale View of Hills, An Artist of the Floating World, The Remains of the Day og When We Were Orphans. 36 Chang-rae Lee fæddist í Seoul í Kóreu árið 1965. Þriggja ára að aldri fluttist hann til Bandaríkjanna með fjölskyldu sinni og ólst upp í Westchester, New York. Hann útskrifaðist með prófgráðu í ensku frá Yale og með MFA-gráðu í ritlist frá University of oregon. Meðal skáldsagna hans eru Native Speaker og A Gesture Life. Hann býr í New York og stýrir MFA-náminu við Hunter College. [Chang-rae Lee kennir nú við Princeton University í Princeton, New Jersey, og stýrir ritlistarnám- inu þar. – Aths. þýð.] ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.