Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 129
128
og ljótum æskuminningum. Hann lauk því aldrei að skrifa æviþátt sinn,
sem hann hefur að öllum líkindum ætlað að fá birtan í Almanaki Ólafs S.
Thorgeirssonar í Winnipeg.34 Almanakið hafði þá stefnu að safna saman ævi-
þáttum íslensku landnemanna og upplýsingum um landnám þeirra.35 Fyrir
það hafði Jón áður skrifað um búsetu Íslendinga í Nebraska (1914).
Thomas, Paul og Sophia Jónsbörn unnu að myndasmíði og framleiddu
ljósmyndavörur, m.a. flasslampa sem Thomas fann upp. Fyrirtækið sem
þau settu á fót eftir að þau fluttust til Chicago 1913 ásamt Jóni föður
sínum, að móður þeirra látinni, framleiddi einnig útvarpstæki og spennu-
breyta. Þar störfuðu um 100 manns þegar flest var. Paul kvæntist Ingu
Thorlaksson 1930. Hún var bróðurdóttir sr. Páls Þorláksson sem var leið-
togi fyrstu vesturfaranna.36
Einstök örlög Íslands
Í bréfum Jóns Halldórssonar frá Chicagoárunum kemur fram að fjöl-
skyldan hafði strax eftir flutninginn samneyti við ýmsa Íslendinga sem þar
bjuggu eða voru á ferð og þessi samskipti héldust. Paul J. Halldorson var
um langt árabil í málfundafélagi eða klúbbi karla af íslenskum ættum sem
hittust einu sinni í mánuði. Skiptust þeir á um að hafa framsögu. Til er listi
yfir þau efni sem Paul tók til umfjöllunar og ætti hann að vitna um hver
voru áhugamál hans. Sést af honum að sjónarhorn hans er bandarískt og
hann hefur hugleitt stöðu Bandaríkjanna í heiminum, áhrif alræðisstjórna
og kommúnisma, stríð og frið. En hann hefur líka látið sig varða menntun,
ekki síst í hugvísindum, og bókmenntir og listir.37
Eftir að félag Íslendinga í Chicago, Vísir, var stofnað gerðist Paul félagi
í því og tók virkan þátt í starfi þess ásamt konu sinni og systur.38 Paul
flutti aðalræðuna á samkomu Vísis 18. júní 1944. Varðveist hefur auglýs-
ing um viðburðinn og ræðan, „Iceland’s Unique Destiny“, er til í handriti.
Paul hóf mál sitt, eftir að hafa boðið Ísland velkomið í röð frjálsra þjóða
sem systurlýðveldi Bandaríkjanna, með því að víkja að ásjónu landsins.
Telur hann að gamalt, íslenskt máltæki segi að Ísland sé fegursta land
34 Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar, bls. 166, 167–170.
35 Grímur Eyford, „Til Landnámssögu Íslendinga í Vesturheimi“, Almanak Ólafs
S. Thorgeirssonar fyrir árið 1950, Winnipeg: Thorgeirson Company, 1949, bls.
79–81.
36 Elmer Halldorson, Paul J. Halldorson, handrit í eigu sonar Elemers.
37 Sama rit.
38 Sama rit.
úLfAR BRAGAson