Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 177
176
Bókmenntalegt eignarnám, þegar rithöfundur notar viðfangsefni og
tungumál sem eiga ekki rætur að rekja til hans eigin bakgrunns eða menn-
ingar, þarf að skoða frá fleiri en einni hlið. Bill Ashcroft, Gareth Griffiths
og Helen Tiffin benda á í fyrstu bók sinni um eftirlendubókmenntir, The
Empire Writes Back, að aðlögun í tungumáli og bókmenntum beri með sér
„forvitnilega togstreitu menningarlegrar ‚opinberunar‘ og menningarlegrar
‚þagnar‘“.18 Í eftirlendufræðum er talað um yfirtöku miðjunnar á jaðrinum.
Með þessu er átt við að rithöfundar sem tilheyra ríkjandi málsamfélagi og
vinna út frá valdamiðju nýlenduveldis, heimsveldissamfélags, nota stundum
menningarlegt efni undirskipaðra samfélagshópa sem ekki tilheyra meg-
instraumnum, segja sögur þeirra á ríkjandi tungumáli og selja á heimsveld-
ismarkaðnum. Menningarheimar á jaðrinum geta litið á þessa notkun á
þeirra einkaefni sem þjófnað sem auki á þöggun þeirra og kúgun. Þar af
leiðandi felst siðferðilegt vandamál í yfirtöku miðjunnar á jaðrinum.
öðru máli gegnir þegar jaðarinn slær bókmenntalegu eignarhaldi á
miðjuna, sem er jákvæðara og getur nýst sem valdatæki jafnt sem bók-
menntalegt afl. Rithöfundur sem tilheyrir jaðarsamfélagi getur sagt sínar
eigin sögur, eða sögur af sinni eigin „utangarðs“-menningu, á ríkjandi
tungumáli. Að nota tungumál sem er ekki hans eigið mun breyta bæði
málnotkuninni og sögunum sem hann segir, en ábyrgðin og valdið er í
höndum rithöfundarins á jaðrinum. Ríkjandi tungumál breytist eftir því
hvernig það er notað af undirsátunum. Það sem fer hér á eftir er yfirlit
yfir hugtakið bókmenntalegt eignarnám eða yfirtöku út frá báðum hliðum
málsins. Menningarlegt eignanám rithöfunda í tvær gagnstæðar áttir er
einfölduð lýsing á ákveðnu hreyfiafli í bókmenntum sem gagnrýnendum
hefur ekki tekist að útlista. oft hefur verið vitnað í orð Nadine Gordimer,
„stórkostleg list verður að reyna að hefja sig yfir landamæri“. Það er ekki
hægt að stjórna samskiptum milli fólks á öllum stigum, og maður hefur á
tilfinningunni að þeir sem hafa sterkar skoðanir á því sem er rétt og rangt
varðandi bókmenntalegt eignarhald séu að reyna að koma böndum á eitt-
hvað sem er kannski best að hafa óljóst. Eins og Gordimer segir: „Þó að
lögunum hafi tekist vel á suma vegu að halda okkur aðskildum, þá á gíf-
urlega stór partur af lífinu sér stað […] á býlum og í bæjum þar sem við
höfum nuddast saman þannig að gríðarstór hluti af meðvitund okkar hefur
blandast saman“.19
18 Bill Ashcroft, Gareth Griffiths og Helen Tiffin, The Empire Writes Back: Theory and
Practice in Post-Colonial Literatures, London: Routledge, 1989, bls. 59.
19 Sjá Andrew Vogin Ettin, Betrayals of the Body Politic: The Literary Commitments
KRistJAnA GunnARs