Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 180
179
tók efni frá Ezra Pound og nýtti sér það í skáldskap sínum. Findley greinir
ritstuld frá þjófnaði þegar hann útskýrir þessar aðgerðir skáldsagnahöf-
undarins. Hann segir að ritstuldur sé synd, en það sé í góðu lagi að stela.
Þjófnaður er í lagi svo framarlega sem nafn fórnarlambsins er „hrópað“
af húsþökunum og verknaðurinn viðurkenndur með viðhlítandi hætti.
Ritstuldur er hins vegar í því fólginn að rithöfundurinn notar efni ann-
arra og gefur hvergi upp heimildir sínar. Slík iðja er óréttlætanleg að mati
Findlays. Helsta verkefni rithöfundarins, segir hann, er að vera fær um að
„ímynda sér meira“.
Að „ímynda sér meira“ er einnig verkefni hugmyndaríkra rithöf-
unda, sem þýðir að afbyggja verður alls konar hindranir í hugsanagangi
okkar. Til eru margar bækur sem hafa notið góðs gengis og brjóta gler-
þak kynja og kynþátta. Verk eins og Anna Karenína, Minningar geisju og
The Temptations of Big Bear24 koma strax upp í hugann. En til að renna
frekari stoðum undir rökfærslu Lee Maracle má segja að þegar slík verk
heppnast vel og njóta mikillar velgengni útrýmir það ekki vandanum né
heldur dregur það úr sársaukanum sem honum fylgir. Þvert á móti gerir
vel heppnað „eignarnáms-ritverk“ vandamálin – siðferðisleg, sálfræðileg,
fjárhagsleg og félagsleg – enn verri. Sú upplifun á „kynþáttahatri“ sem
Maracle segir koma fram þegar „maður er yfirtekinn“ sé engu skárri þegar
sú sem hefur „notað“ mann fær hrós, lof eða aðdáun, heldur en þegar hún
er gagnrýnd eða beitt ofbeldi. Sem dæmi má nefna að rúmu ári eftir að
skáldsagan Minningar geisju eftir Arthur Golden kom út, en hún er sögð
frá sjónarhorni japanskrar geisju sem segir lesandanum leyndarmál sín,
lögsótti einn af „heimildamönnum“ Goldens hann fyrir að hafa yfirtekið
sig. Japanska konan sem hann tók viðtal við fyrir verkefni sitt sagði Golden
hafa rofið munnlegan samning og uppljóstrað of miklu, sem hafi skilið
hana eftir berskjaldaða og skaðað hana þar með.
24 [Í þessari sögulegu skáldsögu frá árinu 1973 og fleiri verkum sínum tileinkar Rudy
Wiebe sér m.a. sjónarhorn indíána til að koma til skila sjónarmiðum þeirra og
orðræðu. Skáldsagan fjallar um Big Bear, einn af indíánahöfðingjunum sem veittu
kanadískum yfirvöldum mótspyrnu þegar þau sölsuðu undir sig hefðbundin yfir-
ráðasvæði indíána á sléttunum. Big Bear tók þátt í uppreisninni í Saskatchewan, ekki
langt frá Mennonítabænum þar sem Wiebe ólst upp rúmri öld síðar. Skáldsagan
gerði höfundinn frægan en einnig umdeildan, eins raunin var með fyrri skáldsögur
hans byggðar á sögu Mennoníta. Meðal nýrri verka Wiebes er skáldævisagan Stolen
Life, sem hann vann í samvinnu við barnabarn Big Bears og rekur hvernig ferli
misnotkunar og óréttlætis endar með því að hún situr inni fyrir lífstíð en nær fyrir
tilstilli Wiebes að þróa skáldagáfu sína og ritfærni. – Innskot ritstjóra.]
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð