Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 192
191
íris Ellenberger
og svandís Anna sigurðardóttir
Glimmersprengjan sem ekki sprakk
Um jafnréttisbaráttu, gagnkynhneigt forræði
og hinsegin fólk
Í þriðja hefti Ritsins árið 2013 birtist umræðugreinin „Judy Garland er
löngu dauð. Tilgáta um hvers vegna „hinseginhátíðin“ sé í vanda“ eftir
Ármann Jakobsson.1 Íslenskar greinar sem fjalla um hinsegin2 málefni
líta ekki oft dagsins ljós á fræðilegum vettvangi og því eru skrif Ármanns
ánægjuefni. Í greininni dregur hann fram nokkrar kenningar tengdar hin-
segin fræðum og kynjafræði og gerir tilraun til að setja þær í samhengi við
1 Ármann Jakobsson, „Judy Garland er löngu dauð. Tilgáta um hvers vegna „hinseg-
inhátíðin“ sé í vanda“, Ritið 13:3 (2013), bls. 201–207.
2 orðið hinsegin er hér notað sem regnhlífarhugtak yfir alla þá sem ekki eru gagn-
kynhneigðir eða sís-kynjaðir (e. cisgender). Sís snýr að kynvitund fólks (ekki kyn-
hneigð) og á við einstaklinga sem eru sáttir við það kyn sem þeim var úthlutað
við fæðingu og er oft stillt upp sem andheiti við hugtakið trans*, sem vísar til
fólks sem samsamar sig ekki því líkamlega kyni sem það fæddist í eða upplifir
sig hvorki sem karl né konu innan þess hefðbundna kynjakerfis sem er ríkjandi í
vestrænni menningu. Stjörnunni í hugtakinu trans* er ætlað að undirstrika að það
á ekki aðeins við um transsexúal fólk, sem upplifir sig sem annað hvort karl eða
konu, heldur er það regnhlifarhugtak yfir margar ólíkar kynvitundir og kyngervi.
Hinsegin-regnhlífin nær m.a. yfir samkynhneigð, tvíkynhneigð, pankynhneigð
(kynverund sem er óháð kyni eða kynvitund þess sem viðkomandi hrífst af), fólk
sem hefur litla eða enga kynverund (e. asexuality), trans-* og intersex fólk. Höfund ar
þessarar greinar falla báðir undir þessa regnhlíf og hafa því reynslu af því að vera
flokkaðir sem hinsegin einstaklingar í íslensku samfélagi. Greinin er mörkuð af
stöðu og reynslu höfunda sem og þekkingu þeirra. Engu að síður er rétt að taka
fram að reynsla hinsegin fólks er margvísleg og getur verið ólík því sem hér er
gengið út frá.
Ritið 1/2014, bls. 191–198