Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 18

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 18
17 í kreppunni til að geta borgað fyrir farið. „Allt kostar þetta peninga“, var sagt. ætli íslensk alþýða hafi verið snauðari en fólkið sem yfirgaf landið fyrir einni öld? Hafði fólk ekki lengur efni á þeirri nauðsyn að flýja harð- ræði? Er flóttafólk allra tíma auðugasti hluti snauðra og sárfátækir geta sig hvergi hreyft þótt nauðsynin þeirra sé meiri? Á þessum kreppuárum, þegar umræður um Vestur-Íslendinga stóðu hæst og hreyfðu við draum- órum gátu engir farið til Kanada nema prestar á vegum kirkjunnar. Sagt var að þeir færu á Íslendingaslóðir til þess að halda þar við tungunni og íslenskri menningu sem stóð höllum fæti í framandi landi. Aðeins prestar voru færir um slíkt, fulltrúar Íslands. Aðrir urðu að láta sér nægja að lesa frásagnir þeirra eða smásögur skálda fyrri tíma um harða baráttu landnem- anna við óblíð náttúruöfl, fannfergi, óargadýr og frostið sem reiðmenn lentu stundum í og urðu þá að fórna reiðskjótanum, rífa innan úr honum og skríða sér til bjargar í skjólið þar sem innyflin höfðu verið. Síðan gerð- ist kraftaverk trúarinnar. Þeir vöknuðu næsta morgun hvorki með kal á fingrum né fótum og skriðu út úr kviðnum og fóru með morgunbænina: „Nú er ég klæddur og kominn á ról, Kristur Jesús veri mitt skjól …“ Þá mætti þeim birta, blítt veður og sólskin. Það glampaði á hreint hjarnið sem varð að silfri eins og í álfasögum. Að morgunbæn lokinni var gengið á snjóþrúgum frá rifjahylki hestsins og haldið til veiða á Winnipegvatni og fiskinum þar var mokað undan ísnum. Varla var hægt að hugsa sér neitt fegurra og göfugra í mannheimi. Lesandinn sá þetta fyrir sér: frosið vatn og sannar hetjur af íslenskum ættum bora með risabor í gegnum íshelluna og renna netum niður um gatið. Enginn ímyndaði sér að slíkt væri hægt á öðrum stað en Íslendingaslóðum í Winnipeg. Þetta var undravert og auðskilið að það sem er kallað undur felst í því sem er ómögulegt en samt gert. Svona er kraftaverkið. Aðeins í Vesturheimi varð til veruleiki æðri skynjunar. Hann rann saman við þann lítilfjörlega sem sést með berum augum á heimaslóðum. Svo þrátt fyrir kreppu voru þetta á sinn hátt unaðstímar. Varla er til meiri munaður en að ljúga mátulega mikið að sjálfum sér, ímynda sér veruleika í órafjarlægð frá veruleikanum. Til að auðga óraunveruleikann voru útsendarar íslenskrar menningar, prestar nýkomnir úr Vesturheimi, fengnir til að koma í fullum skrúða, hempuklæddir á útisamkomur í kringum landið og halda setningarræðuna og segja frá trúarlífi og velgengni manna í Vesturheimi. Heimalningarnir sátu í brekkunum, hlustuðu frá sér numdir og sötruðu sítron og kjarna- ÍSLENDINGASLÓðIR Í MUNNLEGRI GEYMD MEð TILFæRSLUM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.