Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 125
124
fósturlandsins.13 Þeir sem heima sitji leiti eftir verund sinni, rótum sínum
(e. roots), en þeir sem flytjist af einhverjum ástæðum til annars lands, t.d.
Nýja heimsins, endurfæðist til nýs veruleika og skoði líf sitt í verðand-
inni, eftir leiðinni sem þeir eru á (e. routes). Fyrirmyndir sjálfsævisögulegra
frásagna þeirra verði aðrar en þeirra sem fara hvergi.14
Vinirnir Jón frá Stóruvöllum og Benedikt á Auðnum
Í æskuminningum Huldu er birt „gamalt blað“ sem hún segist hafa „ein-
hverntíma rissað á með blýanti eins og upphaf á endurminningum um
þá þrjá af samstarfsmönnum og vinum föður míns, er mér voru einna
nánast kunnir“.15 Þetta voru þeir alþingismennirnir Jón Jónsson í Múla
(1855–1912) og Pétur Jónsson á Gautlöndum (1858–1922) og Jakob
Hálfdánarson (1836–1919), erindreki Kaupfélags Þingeyinga. Hulda seg-
ist munu hafa skrifað þetta skömmu eftir andlát Péturs 1922. Á öðrum
stað í minningunum nefnir hún þýska „söngva- og ljóðabók, sem Millbank
[svo] lávarður hafi sent vini sínum frá Sviss, Sigfúsi Magnússyni á
Grenjaðarstað, fósturbróður og frænda móður minnar. Sigfús var farinn til
Ameríku og hafði gefið foreldrum mínum bókina“.16 Hún skýrir þó hvorki
hver þessi Millbank lávarður var né segir frekar frá Sigfúsi sem einnig
var vinur föður hennar. En Ralph Milbanke, Earl of Lovelace, var dótt-
ursonur Byrons lávarðar og hafði vetursetu á Grenjaðarstað 1861–62 til að
læra íslensku og kynnast íslenskri menningu og þjóðháttum.17 Hefur dvöl
hans á Grenjaðarstað ef til vill eflt áhuga nærsveitunga á rómantískum
skáldskap, ekki síst kvæðum Byrons.18 Sigfús fór fyrst vestur 1873 og síðan
13 oyvind T. Gulliksen, Twofold Identities: Norwegian-American Contributions to Mid-
western Literature, New York: Peter Lang, 2004, bls. 2–4.
14 Susanne Nylund Skog, „Rörliga rötter: Intertextualitet och diaspora i en judinnas
levnadsberättelse“, Biografiska betydelser. Norm och erfarenhet i levnadsberrättelser,
ritstj. Lena Marander-Eklund og Ann-Catrin östman, Vilnius: Gidlunds förlag,
2011, bls. 127–130.
15 Hulda, Úr minningablöðum, bls. 106.
16 Hulda, Úr minningablöðum, bls. 27.
17 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum. Íslenskur endurreisnarmaður, Reykja-
vík: Mál og menning, 1993, bls. 29.
18 Þýðing Kristjáns Jónssonar á kvæði Byrons lávarðar „My Soul Is Dark“ birtist í
blaðinu Íslendingi 1862, sjá Matthías Viðar Sæmundsson, „Dimmir dagar“ í Kristján
Jónsson, Ljóðmæli, ritstj. Matthías Viðar Sæmundsson, Reykjavík: Almenna bóka-
félagið, 1986, bls. 12–13.
úLfAR BRAGAson