Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 47
46
Endurvakning íslensks uppruna
Á tuttugustu öldinni hurfu afkomendur Brasilíufaranna smám saman inn
í fjölþætt þjóðfélag Brasilíu enda voru hinir íslensku forfeður eingöngu
hluti af forfeðrum þeirra kynslóða sem á eftir komu, sem áttu eðli málsins
samkvæmt ættir að rekja í nokkrar áttir. Erfitt er að sjá að íslenskur upp-
runi hafi vegið þar þungt þrátt fyrir að geta megi sér til út frá sögu Brasilíu
að flokkun þeirra sem hvítir Evrópubúar hafi verið mikilvæg og þá sér-
staklega tengingin við Þjóðverja.
Undir lok tuttugustu aldar jukust hins vegar tengsl milli afkomend-
anna verulega. Árið 1996 komu afkomendur Brasilíufaranna sér upp
skipulögðum félagsskap og lögðu drög að stofnun Félagsins Ísland Brasilía
(Associação Islãndia Brasil) sem síðan var formlega stofnað árið 1999.63
Markmið félagsins er að varðveita íslenska menningu meðal afkomendanna
og styrkja vináttu, samstarf og góðvilja milli Brasilíu og Íslands. Á stofn-
fund félagsins mættu 48 manns og markaði fundurinn upphafið að öflugu
félagi sem hefur vaxið ásmegin síðan. Um 170 Brasilíubúar af íslenskum
uppruna komu saman í Curitiba í október 2013 til að fagna því að 150 ár
væru frá því að fyrstu Íslendingarnir settust að í Brasilíu. Hátíðahöldin
voru skipulögð af Félaginu Ísland Brasilía.64
Eitt af fyrstu verkefnum hópsins sem stóð að stofnun félagsins var skipu-
lagning Íslandsheimsóknarinnar árið 1998, sem vísað er til í upphafi þess-
arar greinar, og komu sjö afkomendur Brasilíufaranna og Vopnfirðinganna
Árna Sigfússonar og eiginkonu hans Guðrúnar Magnúsdóttur til lands-
ins á því ári. Við sköpun sjálfsmyndar sem byggist á sameiginlegum upp-
runa gegnir landsvæðið stóru hlutverki í að móta tilfinningu fólks fyrir
því að tilheyra hópnum.65 Heimsókn þessa hóps til Íslands var svo fylgt
eftir tveimur árum síðar þegar tólf manna hópur Íslendinga sótti Brasilíu
heim.66 Líta má á báðar heimsóknirnar sem þátt í eflingu ákveðinnar þjóð-
ernisvitundar meðal afkomenda Brasilíufaranna og staðfestingu þeirra
sjálfra á hinum íslenska uppruna. Slík áttahagafélög hafa verið mikilvæg
63 Sama rit, bls. 53.
64 „Hátíðarkvöldverður Íslendinga í Brasilíu“, RÚV 14. október, 2013, sjá http://
www.ruv.is/frett/hatidarkvoldverdur-islendinga-i-brasiliu.
65 Gregory J. Ashworth, Brian Graham og J. E. Tunbridge, Pluralising Pasts. Heritage,
Identity and Place in Multicultural Societies, Ann Arbor: Pluto Press, 2007, bls. xi
og 5.
66 Guðmundur Guðjónsson, „Þetta er bara rétt að byrja“, Morgublaðið 12. október
2000, bls. 22–23.
EyRún EyþóRsdóttiR oG KRistín LoftsdóttiR