Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 71
70
Ég og hinir
Líkt og hjá orwell var ekki einhlítt fyrir Sigurð Johnsen að skýra satt og
rétt frá reynslu sinni sem innflytjandi eða hermaður, en í skrifum hans má
vonandi finna hugmyndir sem skýra frá þeim aðstæðum sem hann bjó við
í stríðinu og því hvernig hann upplifði sjálfan sig í tengslum við gamla og
nýja heimalandið. Rétt er þó að taka fram að það getur varla talist raunhæft
markmið að lýsa reynslu fólks með lestri á sendibréfum, a.m.k. ekki út frá
hugtakinu reynslu (e. experience) eins og bent hefur verið á.41 Við getum
þó leitað í meiningu orðanna og reynt að greina sjálfsmyndir bréfritaranna
og velt því fyrir okkur í hvers konar samspili þær urðu til.
Ekki er hægt að segja að sjálfsmyndir íslenskra vesturfara hafi verið
rannsakaðar að miklu leyti áður, a.m.k. hefur ekki verið farið rækilega í
saumana á sendibréfum innflytjendanna sjálfra. Steinþór Heiðarsson sagn-
fræðingur skoðaði þó nokkra „drætti sjálfsmyndar“ þeirra án þess að skýra
hugtakið að nokkru marki. Grein hans „Íslands ástmegir og þrælar“ í tíma-
ritinu Sögu frá 1999 fjallar einkum um einkenni sjálfsmyndar ákveðins hóps
eins og hún birtist í prentuðu efni. Steinþór kemst að þeirri niðurstöðu að
megineinkenni sjálfsmyndar Vestur-Íslendinga vitni um sektarkennd þar
sem þeir hafi stöðugt reynt að réttlæta brottflutninginn frá Íslandi og þá
hafi þeir brugðist harkalega við ásökunum um skort á ættjarðarást. Einnig
hafi það verið mikið kappsmál Íslendinga í Norður-Ameríku að varðveita
þjóðerni sitt, auk þess sem þeir hafi haft samviskubit yfir því að nota ensku
sem tungumál og laga nöfn sín að venjum vestan hafs.42 Í bókmenntasögu-
legu yfirliti sínu The Icelandic Voice in Canadian Letters ræðir Daisy Neijmann
um ýmsar tilraunir til að varðveita íslenskt þjóðerni í Norður-Ameríku í lok
19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu en bendir á að um leið hafi áhersla
verið lögð á að íslenskir vesturfarar gerðust nýtir þegnar í nýja heimaland-
inu.43 Þá hefur Laurie K. Bertram rannsakað sögulega þróun sjálfsmynda
eins og þær birtast í efnismenningu íslensks samfélags í Kanada.44
41 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 58–59.
42 Steinþór Heiðarsson, „Íslands ástmegir og þrælar. Drættir úr sjálfsmynd Vestur-
Íslendinga“, Saga 37 (1999), bls. 17–61, hér bls. 56.
43 Daisy L. Neijmann, The Icelandic Voice in Canadian Letters. The Contribution of
Icelandic-Canadian Writers to Canadian Literature, ottawa: Carleton University
Press, 1997, bls. 79–97.
44 Laurie K. Bertram, „New Icelandic Ethnospaces. Material, Visual and oral Terra-
ins of Cultural Expression in Icelandic-Canadian history, 1875–present“, doktors-
ritgerð í sagnfræði við Toronto-háskóla, 2010.
óLAfuR ARnAR svEinsson