Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 62

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 62
61 blöð eins og Heimskringla birtu brot úr bréfum undir yfirskriftinni „Bréf frá hermanni“ með það fyrir augum að skýra frá aðstæðum hermanna sem áttu rætur sínar að rekja til Íslands.5 Ritstjórn Heimskringlu studdi þátt- töku Íslendinga og íslenskra Kanadamanna í styrjöldinni og því var birt- ingu textabrotanna einkum ætlað að efla stuðning við þátttökuna í stríðinu meðal íslenskra innflytjenda. Sendibréf vesturfaranna voru vitaskuld ekki aðgengileg til rannsókna framan af, auk þess sem það kann að vera tilviljunarkennt hvernig pers- ónulegar heimildir berast skjala- og handritasöfnum til varðveislu. Segja má að fyrsta skipulagða útgáfa á sendibréfum íslensks vesturfara hafi verið fjögurra binda verkið Bréf og ritgerðir eftir Stephan G. Stephansson á árun- um 1938–1948. Markmið útgáfunnar var ekki aðeins að kynna manninn í hversdagslegu lífi heldur voru bréfin álitin þjóðareign Íslendinga, eða eins og Þorkell Jóhannesson sagnfræðingur, síðar prófessor og háskóla- rektor, komst að orði: „Það er trú mín, að í þessum algerlega sjálfmennt- aða íslenzka bónda hafi beztu mannkostir og gáfur kynstofns vors birzt […]. Ágætasti maður hverrar þjóðar verður sá talinn, sem með starfi sínu, lífi sínu öllu, skapar þjóð sinni fyrirmynd […]. Verk og saga slíkra manna eru fyrirheit gefin íslenzkri þjóð. Allt sem þá varðar er dýrmæt þjóðar- eign“.6 Þessar áherslur eru í takt við sagnaritun um Íslendinga í Vesturheimi á fyrri hluta 20. aldar. Íslenskir vesturfarar hófu að vissu leyti að rita sögu sína sjálfir á seinni hluta 19. aldar, en í byrjun þeirrar tuttugustu var sagna- ritun þeirra sveipuð þjóðernislegum dýrðarljóma sem varpað var á hetjur og frumkvöðla vesturfaranna. Þeir hafi með eljusemi, dugnaði og dreng- skap sigrast á erfiðleikum fyrstu áranna og orðið velmegandi borgarar í nýja landinu. Þessi tegund sagnaritunar hefur verið kölluð „fílíópíetísk“ sem þýða mætti sem forfeðradýrkandi og einkennist af því að höfundar, sem gjarnan voru afkomendur innflytjendanna, rita lofgjörðir um forfeð- ur sína.7 Þarna komum við að tveimur megineinkennum eldri sagnarit- unar um Íslendinga í Vesturheimi. Hið fyrra er að sagan birtist okkur sem 5 Sjá t.d. „Bréf frá hermanni“, Heimskringla 30. mars 1916, bls. 1, og „Bréf frá hermanni“, Heimskringla 16. nóvember 1916, bls. 5. 6 Þorkell Jóhannesson, „Formáli“, Stephan G. Stephansson, Bréf og ritgerðir, 1. bindi, Reykjavík: Hið íslenzka þjóðvinafélag, 1938, bls. iii–iv, hér bls. iv. 7 Vilhelm Vilhelmsson, „,Allt skal frjálst, allt skal jafnt‘. Um hugmyndaheim og félagsskap róttæklinga meðal Íslendinga í Vesturheimi 1890–1911“, meistaraprófs- ritgerð í sagnfræði frá Háskóla Íslands, 2011, bls. 9. „RIFFILLINN ER HINN BESTI VINUR HERMANNSINS“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.