Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 107

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 107
106 á bökkum Winnipegvatns. Fólk lærði ættjarðarljóð og samdi ný vestan hafsins. Smám saman urðu þessi ljóð eins og táknmynd án táknmiðs hjá næstu kynslóðum sem aldrei höfðu séð Ísland eða íslenska náttúru nema á misgóðum eftirmyndum. Landið og þjóðin þokuðust jafnt og þétt til hlið- ar en tungan varð það „föðurland“ sem mögulega væri hægt að verja. Hið skrifaða orð lék þar stórt hlutverk eins og nærri má geta og mikið var gefið út af sögum, leikritum og ljóðum bæði vestan hafs og á Íslandi, fyrir utan líflega blaða- og tímaritaútgáfu. og mál málanna voru börnin. Flest barnanna þurftu að vinna hörðum höndum frá unga aldri. Foreldrarnir höfðu verið ættleiddir af nýju samfélagi, nýrri menningu en sum þeirra syrgðu Ísland alla tíð eða eins og Böðvar Guðmundsson segir: „Þótt margt sé líkt í íslenskum Ameríkubréfum og í þeim Ameríkubréfum annarra þjóða sem ég hef kynnt mér, dönskum, sænskum, norskum og þýskum, er heimþráin áberandi sárust í hinum íslensku.“10 Litlu börnin sem fluttu frá Íslandi til Kanada gátu varla haft mikla heimþrá en þau erfðu hana frá foreldrunum, hún verður eins og minning um minningar annarra11 sem þau tjá stundum í bréfum sínum til barnablaðanna eins og nánar verður komið að hér á eftir. Marianne Hirsch orðar það svo: „Börn flóttamanna erfa þá vitneskju foreldranna að staðir séu brothættir og efa- semdir þeirra um að til sé heimili.“ Ef foreldrarnir vildu ekki að börnin misstu tengslin við gamla landið urðu þeir sjálfir eða aðrir að kenna þeim íslensku og segja þeim frá Íslandi til að viðhalda þjóðernislegri sjálfsmynd þeirra. Þetta varð leynt og ljóst markmið blaða og tímarita fyrir börn sem gefin voru út á tímabilinu 1898–1938 en þetta varð æ erfiðara verkefni þegar frá leið. Kennarinn og Börnin Elsta „barnablaðið“ í Vesturheimi var Kennarinn. Mánaðarrit til notkunar við uppfræðslu barna í sunnudagsskólum og heimahúsum. Það var prentað í bænum Minneota í Minnesota-ríki og kom fyrst út 1898. Ritstjóri var séra Björn B. Jónsson. Blaðið var frá upphafi ætlað Íslendingabyggðum „beggja 10 Bréf Vestur-Íslendinga, 1. bindi, Böðvar Guðmundsson bjó til prentunar, Reykjavík: Mál og menning, 2001, bls. xvi–xvii. 11 Marianne Hirsch og Leo Spitzer, „‚We would not have come without you‘: Generations of Nostalgia“, Contested Pasts: The Politics of Memory, ritstj. Katherine Hodgkin and Susannah Radstone, London: Routledge, 2003, bls. 79–97, hér bls. 93. dAGný KRistJÁnsdóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.