Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 107
106
á bökkum Winnipegvatns. Fólk lærði ættjarðarljóð og samdi ný vestan
hafsins. Smám saman urðu þessi ljóð eins og táknmynd án táknmiðs hjá
næstu kynslóðum sem aldrei höfðu séð Ísland eða íslenska náttúru nema á
misgóðum eftirmyndum. Landið og þjóðin þokuðust jafnt og þétt til hlið-
ar en tungan varð það „föðurland“ sem mögulega væri hægt að verja. Hið
skrifaða orð lék þar stórt hlutverk eins og nærri má geta og mikið var gefið
út af sögum, leikritum og ljóðum bæði vestan hafs og á Íslandi, fyrir utan
líflega blaða- og tímaritaútgáfu. og mál málanna voru börnin.
Flest barnanna þurftu að vinna hörðum höndum frá unga aldri.
Foreldrarnir höfðu verið ættleiddir af nýju samfélagi, nýrri menningu en
sum þeirra syrgðu Ísland alla tíð eða eins og Böðvar Guðmundsson segir:
„Þótt margt sé líkt í íslenskum Ameríkubréfum og í þeim Ameríkubréfum
annarra þjóða sem ég hef kynnt mér, dönskum, sænskum, norskum og
þýskum, er heimþráin áberandi sárust í hinum íslensku.“10 Litlu börnin
sem fluttu frá Íslandi til Kanada gátu varla haft mikla heimþrá en þau
erfðu hana frá foreldrunum, hún verður eins og minning um minningar
annarra11 sem þau tjá stundum í bréfum sínum til barnablaðanna eins og
nánar verður komið að hér á eftir. Marianne Hirsch orðar það svo: „Börn
flóttamanna erfa þá vitneskju foreldranna að staðir séu brothættir og efa-
semdir þeirra um að til sé heimili.“ Ef foreldrarnir vildu ekki að börnin
misstu tengslin við gamla landið urðu þeir sjálfir eða aðrir að kenna þeim
íslensku og segja þeim frá Íslandi til að viðhalda þjóðernislegri sjálfsmynd
þeirra. Þetta varð leynt og ljóst markmið blaða og tímarita fyrir börn sem
gefin voru út á tímabilinu 1898–1938 en þetta varð æ erfiðara verkefni
þegar frá leið.
Kennarinn og Börnin
Elsta „barnablaðið“ í Vesturheimi var Kennarinn. Mánaðarrit til notkunar
við uppfræðslu barna í sunnudagsskólum og heimahúsum. Það var prentað í
bænum Minneota í Minnesota-ríki og kom fyrst út 1898. Ritstjóri var séra
Björn B. Jónsson. Blaðið var frá upphafi ætlað Íslendingabyggðum „beggja
10 Bréf Vestur-Íslendinga, 1. bindi, Böðvar Guðmundsson bjó til prentunar, Reykjavík:
Mál og menning, 2001, bls. xvi–xvii.
11 Marianne Hirsch og Leo Spitzer, „‚We would not have come without you‘:
Generations of Nostalgia“, Contested Pasts: The Politics of Memory, ritstj. Katherine
Hodgkin and Susannah Radstone, London: Routledge, 2003, bls. 79–97, hér bls.
93.
dAGný KRistJÁnsdóttiR