Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 175
174
á að leysa upp þarflausar afmarkanir, samþætta andstæður og riðla staðnaðri
veldisskipan í hugmyndakerfum sem móta félagslega þátttöku, kynhlutverk,
stofnanir og markmið – en ekki síst skáldskaparfræði.12 Undanfarin ár hefur
hún þó snúið sér meir að myndlist, þar sem áhugi hennar á fagurfræði fann sér
upphaflega farveg, og hún á að baki fjölda sýninga og innsetninga.13
Umræðan um „appropriation“ eða eignarnám hófst með miklum krafti
í Kanada um og eftir 1990 og snerist fyrst og fremst um þjófnað og mis-
notkun hvítra manna á „rödd“ eða sjálfsmynd og menningararfleifð indíána
en var einnig virkur þáttur í almennri endurskoðun á réttindum og stöðu
minnihlutahópa í kjölfar þess að Kanada varð opinberlega fjölmenningarland
árið 1971, en það var stjórnarskrárbundið árið 1988.14 Ástandið var skelfilegt
meðal indíána í Norður-Ameríku en leiðtogar þeirra tóku að bindast samtök-
um á sjöunda og áttunda áratugnum til að hnekkja aldagömlu ofríki, kúgun og
misnotkun sem var arfleifð nýlendutímans og margvíslega lögvarin af hálfu
stjórnvalda. Árið 1990 urðu mestu átökin milli indíána og kanadískra yfir-
valda sem orðið höfðu frá því kanadísk stjórnvöld brutu á bak aftur uppreisnir
frumbyggja og blendingja (Métis)15 í Manitoba (1869–1870) og Saskatchewan
verk hennar í samhengi við íslenskar og vestur-íslenskar bókmenntir: Daisy Neij-
mann, „Icelandic Canadian Literature“, A History of Icelandic Literature, ritstj.
Daisy Neijmann, London: University of Nebraska Press, 2006, bls. 608–642; Daisy
Neijmann, „Icelandic-Canadian Literature and Anglophone Minority Writing in
Canada“, World Literature Today 73:2 (1999), bls. 245–255; Daisy Neijmann, The
Icelandic Voice in Canadian Letters: The Contribution of Icelandic-Canadian Writers to
Canadian Literature, ottawa: Carleton University Press, 1997; Guðrún Björk Guð-
steinsdóttir, „Stúlkan með Botticelliandlitið og ásýnd íslenskrar bókmenningar“,
Heimur skáldsögunnar, ritstj. Ástráður Eysteinsson, Reykjavík: Bókmenntastofnun
Háskóla Íslands, 2001, bls. 170–181; Gudrun Björk Gudsteins, „Rediscovering
Icelandic Canadian Pacifism“, Rediscovering Canadian Difference, Reykjavík: NACS
og VFI, 2001, bls. 50–60; Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, „‚Kalda stríðið‘ í þýðing-
um á íslensk-kanadískum bókmenntum 1923–1994“, Jón á Bægisá: Tímarit þýðenda
1 (1997), bls. 5–19.
12 Sjá t.d. Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, „Þýðing, sköpun, aðlögun? Smásagan
‚Guest‘ í The Axe’s Edge eftir Kristjönu Gunnars“, Milli mála 2 (2010), bls. 49–70;
Guðrún Guðsteins, „The Totality of the Female Self in Kristjana Gunnars’ Wake-
Pick Poems“, Litteratur og kjønn, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Ís-
lands, 1996, bls. 486–494; Gudrun Gudsteins, „Wake-Pick Weavers: Laura G.
Salverson and Kristjana Gunnars“, O Canada: Essays on Canadian Literature and
Culture, Aarhus: Aarhus University Press, 1995, bls. 142–163.
13 Sjá http://kristjanagunnars.com/about_the_artist
14 Um þróun kanadískrar fjölmenningarstefnu sjá http://www.thecanadianencyclo-
pedia.ca/en/article/multiculturalism/.
15 Métis-þjóðin er að mestu komin af sléttu-indíánum og frönskum og skoskum
Kanadamönnum. Sjá nánar http://www.thecanadianencyclopedia.com/en/article/
KRistJAnA GunnARs