Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 85
84
þ.e. sögu af hugrökku fólki sem skapaði samfélag í óbyggðum kanadísku
sléttunnar, og þjóðerniskennd (bæði íslenskri og kanadískri). Fornleifafræði
vesturferða varpar nýju ljósi á líf vesturfaranna og afkomenda þeirra, og
styður í senn við viðteknar söguskoðanir og véfengir þær. Nýlegar rann-
sóknir á öðrum fræðasviðum hafa gefið tóninn í þessum efnum3 og munar
miklu um útgáfu á bréfasöfnum, æviminningum og -sögum sem gert hafa
upplýsingar um daglegt líf landnemanna aðgengilegar.4
Fornleifafræði sem rannsakar tímabil sem eru rík af sögulegum heim-
ildum er að sumu leyti ólík þeirri gerð af fornleifafræði sem almenningur
og margir fræðimenn eiga að venjast. Leirkersbrot sem fellur úr lækjar-
bakka er annars vegar sönnun á því að fólkið sem þar bjó notaði leirker
en sú staðreynd er ekki sérstök uppgötvun í rannsóknum á nýliðinni for-
tíð. Hins vegar má nota brotið sem tilefni til umhugsunar með það fyrir
augum að tengja saman ólíka þætti í hversdagslífi þeirra sem notuðu skál-
ina, brutu hana og hentu í ruslið. Leirkersbrotið er á þennan hátt fremur
minning úr fortíðinni en sönnunargagn og fornleifafræðin er þá aðferð til
að hnýta saman minningabrot, til að segja annars konar sögur en þær sem
ritaðar heimildir einar og sér blása lífi í.
Í þessari grein verður fjallað um fornleifarannsóknir á Víðivöllum við
Íslendingafljót sem fram fóru sumarið 2010. Umfjöllunin byggir á húsun-
um sem reist voru á jörðinni. Þau eru notuð til að skipta textanum í tíma-
bil, líkt og jarðlagaskipting í hefðbundnum fornleifafræðitexta. Hvert hús
afmarkar því tímaskeið (e. phase) búsetu á jörðinni og geymir hvert skeið
fjölda eininga (e. context), sem sumar voru grafnar upp á meðan öðrum var
peg: University of Manitoba Press, 2002; Bergsteinn Jónsson, Til Vesturheims. Um
vesturferðir, Vesturheim og Vestur-Íslendinga, Reykjavík: Skrudda, 2009.
3 Sjá t.d. Anne Brydon, „Dreams and Claims: Icelandic-Aboriginal Interactions in
the Manitoba Interlake“, Journal of Canadian Studies 36:2 (2001), bls. 164–190;
Steinþór Heiðarson, „Íslands ástmegir og þrælar. Drættir úr sjálfsmynd Vestur-
Íslendinga“, Saga 37 (2009), 17–61; Ryan Eyford, An Experiment in Immigrant
Colonization: Canada and the Icelandic Reserve, 1875–1897, óútgefin doktorsritgerð,
University of Manitoba, 2010, og Laurie Bertram, New Icelandic Ethnoscapes: Ma-
terial, Visual, and Oral Terrains of Cultural Expression in Icelandic-Canadian History,
1875–Present, óútgefin doktorsritgerð, University of Toronto, 2010.
4 Sjá t.d. Böðvar Guðmundsson, Bréf Vestur-Íslendinga, 1. bindi, Reykjavík: Mál og
menning, 2001; Böðvar Guðmundsson, Bréf Vestur-Íslendinga, 2. bindi, Reykjavík:
Mál og menning, 2002; Erlendur Guðmundsson, Heima og heiman, Reykjavík:
Mál og menning, 2002; Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon, Burt – og
meir en bæjarleið: dagbækur og persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar,
Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001.
ÁGústA EdwALd