Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 38
37
sinni.7 Greining okkar undirstrikar mikilvægi þess að taka kynþáttahyggju
og stéttaskiptingu í uppbyggingu brasilísks samfélags með í reikninginn
þegar leitað er skilnings á merkingu íslensks uppruna í Brasilíu samtím-
ans, auk þeirra hugmynda sem afkomendur Brasilíufaranna kunna að hafa
um Ísland, íslenska þjóð og menningu. Félagslegt minni felur það ekki í
sér að sérhver sem tilheyri hópnum hafi lifað ferlið sem geymist í minn-
ingunni8 enda felur það í sér að ákveðnum atriðum er gleymt og önnur
endursköpuð.9 Áhugavert er að skoða hugmyndir um íslenskan uppruna í
Brasilíu í tengslum við kynþáttahyggju fortíðar og hugsa þannig um „hvít-
leika“ með gagnrýnum hætti.10 Við hefjum umræðuna á því að gera grein
fyrir búferlaflutningum Íslendinga til Brasilíu en um er að ræða lítinn hóp
sem dreifðist á stórt svæði. Við bendum síðan á birtingarmyndir og upp-
haf hins nýkviknaða þjóðernisáhuga afkomenda Brasilíufaranna og veltum
fyrir okkur ástæðum hans.
Greinin byggir á gögnum úr yfirstandandi doktorsrannsókn Eyrúnar
Eyþórsdóttur sem unnin er undir handleiðslu Kristínar Loftsdóttur.11 Í
rannsókninni hafa verið tekin viðtöl við 18 einstaklinga sem eiga það sam-
eiginlegt að vera afkomendur Brasilíufaranna og voru þau tekin á portú-
gölsku meðan á vettvangsrannsókn Eyrúnar í Brasilíu stóð á tímabilinu
desember 2011 til janúar 2012. Í fyrri hluta greinarinnar munum við gefa
sögulegt yfirlit um upphaf Brasilíuferða frá Íslandi en í þeim síðari beina
sjónum að afkomendum hópsins sem fór til Brasilíu.
Búferlaflutningar Íslendinga til Brasilíu
Heimsvalda- og nýlendutíminn einkenndist af gífurlegum hnattrænum
breytingum þar sem ferðir landkönnuða fyrri alda höfðu margvíslegar
7 Andrea Smith, „Heteroglossia, ‚Common sense‘, and Social Memory“, American
Ethnologist 31:2 (2004), bls. 251–269.
8 Sverrir Jakobsson, „Hin heilaga fortíð. Söguvitund og sameiginlegt minni í handrit-
unum Hauksbók og AM 226 fol.“, Ritið 13:1 (2013), bls. 147–164, hér bls. 148.
9 Kristín Loftsdóttir, „ævintýrið Afríka. Minni og ímyndir Afríku í fylgiblöðum
Morgunblaðsins“, Rannsóknir í félagsvísindum VI, ritstj. Úlfar Hauksson, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2005, bls. 355–365, hér bls. 355.
10 Kristín Loftsdóttir, „Republishing Ten Little Negros. Exploring Nationalism and
Whiteness in Iceland“, Ethnicities 13:3 (2013), bls. 295–313.
11 Rannsóknin tengist rannsóknarverkefninu Íslensk sjálfsmynd í kreppu sem styrkt
var af Rannís 2013 og 2014 (styrknúmer 130426-051). Nöfn viðmælanda í rann-
sókninni eru öll dulnefni.
„VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“