Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 128
127
Þessar viðhorfsbreytingar til gamla landsins setur Steinþór í samband við
þróun vesturflutninganna, umræður sem spruttu út af þeim og gagnrýni
sem Vestur-Íslendingar máttu þola heima á Íslandi. Gagnrýnin þróað-
ist um leið og fólksflutningarnir urðu skipulagðari og þjóðernisstefnan
einbeittari og varð raunar hömlulaus í meðförum manna eins og skálds-
ins Benedikts Sveinbjarnarsonar Gröndal sem skrifaði tvo bæklinga um
málið árið 1888, Vesturheimsferðir og Enn um vesturheimsferðir. Var þeim
dreift með Reykjavíkurblaðinu Ísafold. Taldi Gröndal Ameríku vera paradís
heimskingjanna. En Jón Ólafsson ritstjóri, séra Matthías Jochumsson og
ýmsir aðrir tóku upp hanskann fyrir vesturfarana.31
Jón Halldórsson fór til Iowa og Nebraska 1874 með Sigfúsi Magnússyni,
vini sínum, til að leita að landi fyrir nýlendu handa Íslendingunum sem
komið höfðu til Milwaukee á árunum um og eftir 1870. En þegar það brást
að þeir fylgdu leiðsögn þeirra vinanna heldur fóru í allar áttir gafst hann
upp á þeim þar sem honum þótti að skort hefði félagsanda meðal þeirra,
skynsemi og stefnufestu. Hann bjó sér heimkynni í Nebraska með sínu
fólki og sóttist ekki sérstaklega eftir því að búa í íslenskri nýlendu.32 Það
er því varla unnt að segja að Jón hafi myndað með sér „aukasjálfsmynd“
í þeirri merkingu sem Jon Gjerde leggur í hugtakið. Hins vegar sá hann
hlutina bæði frá íslensku og bandarísku sjónarhorni, bar gjarnan saman
heimalandið og fósturlandið og mat kosti og galla hvors fyrir sig eins og
sjá má í bréfum hans.
Eftirlátin bréf og greinar Jóns Halldórssonar vitna ekki um að viðhorf
hans til Íslands hafi þróast í þá veru sem Steinþór Heiðarsson lýsir, þótt
hann hafi varla verið ósnortinn af slíkri þróun í skoðunum á móðurlandinu
þar sem hann las blöð Vestur-Íslendinga og skrifaðist á við marga. Síðasta
uppgjör hans við Ísland er að vísu í bréfi til Helgu systur sinnar 1901 og á
elliárum sínum verður hann stöðugt uppteknari af æskustöðvum sínum.33
Jón vill fyrirgefa eins og sá sem lítur til baka og sér að það tjáir ekki að fást
um orðinn hlut en hann getur ekki gleymt þeim rangindum sem hann telur
að hann og fólk hans hafi orðið fyrir í heimahögunum í Þingeyjarþingi
Canadian Literature“, A History of Icelandic Literature, ritstj. Daisy Neijmann,
Lincoln: University of Nebraska Press, 2006, bls. 608–642.
31 Úlfar Bragason, „Images of North America in Writings by Three Icelandic Aut-
hors, Matthías Jochumsson, Jón Ólafsson, and Einar H. Kvaran“, Canada. Images
of a Post/National Society, ritstj. Gunilla Florby, Mark Shackleton og Katri Suhonen,
Brussel: Peter Lang, 2009, bls. 235–244.
32 Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar, bls. 153–158.
33 Sjá Jón Halldórsson, Atriði ævi minnar, bls. 130–136, 142, 157–158.
„SYNG, FRJÁLSA LAND, ÞINN FRELSISSöNG“