Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Qupperneq 68
67
því ástandi að tilheyra einhverju, þ.e. einhvers konar hópi, samfélagi eða
einfaldlega sambandi við einhvern sem réttlætir sjálfsmyndasköpunina.
Þannig sé reynt að brúa bil þess sem ætti að vera og þess sem er í raun og
veru: „Að endurgera raunveruleikann svo að honum svipi til hugmynd-
arinnar“, eins og Bauman orðar það.30 Í sendibréfum Sigurðar Johnsen til
móður sinnar birtist þessi óvissa á marga vegu, en hún var að miklu leyti
andstæð því sem hann taldi sig hafa átt í fortíðinni, þar sem minnið mótaði
gömlu sjálfsmyndina sem einfalda, þægilega og örugga: „jeg gleymi ekki að
jeg átti góða og áhyggjulausa daga, meðan jeg var ungur og átti hæli hjá
ástríkum föður og móður“, skrifaði Sigurður í ágústmánuði 1910, þegar
hann bjó í Hartford, Connecticut. Rómantísk minning af æskuslóðunum
fylgdi í kjölfarið:
jeg ligg opt vakandi í rúmi mínu á kvöldinn og svo renni jeg aug-
unum yfir gamla Eskifjörð, yfir allt, augunn eru á fleygji ferð, út á
Mjófeyri, yfir fjörðinn, upp á Hólma nesið, svo renni jeg augunum
framm og aptur um Hólma borgina og svo upp á Hólma tindinn,
blessaður veri hinn tignarlegi tindur, og svo held jeg áfram inn eptir
fjallinu yfir hraun snjó kletta, og svo inn á öskjuna, yfir heiðina og
svo út með fjallinu og út í Lambeyrar botnana, og svo neður með
hlíðinni, neður að Hátúni til gamla Sveins og Guðrúnar með allan
krakka hópinn, og svo horfi jeg yfir túnið og neður að Lambeyri,
lengra fer jeg ekki, jeg á ekki heima þar lengur, jeg á ekkert heimili
lengur, jeg er einsog einsstæðingur, eða ferðamaður.31
Með því að flytja til Norður-Ameríku var Sigurður Johnsen horfinn úr
þessu örugga umhverfi, orðinn einn á ferð. Þessi skrif lýsa óneitanlega
stöðu innflytjanda sem gengur illa að finna sér samastað í nýja landinu og
er á stöðugu flakki. Sjálfsmynd Sigurðar virðist því hafa verið í lausu lofti á
þessum tíma og fjarri því sem hann þekkti áður.
Þessi skrif hans ríma þó illa við það sem hann skrifaði á fyrstu árum
sínum í Hartford. „Jeg lifi einsog blóm í eggi“, sagði Sigurður u.þ.b. ári
eftir að hafa flutt vestur um haf.32 Það bendir svo sem ekki til þess að hann
hafi verið í mótsögn við sjálfan sig. Hann virðist einfaldlega hafa slegið
30 „[T]o remake the reality in the likeness of the idea.“ Zygmunt Bauman, Identity.
Conversations with Benedetto Vecchi, Cambridge: Polity Press, 2004, bls. 20.
31 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 9. ágúst 1910.
32 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 24. september 1905.
„RIFFILLINN ER HINN BESTI VINUR HERMANNSINS“