Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 176
175
(1885) eftir að þeir voru sviptir landréttindum sínum.16 Upp úr 1990 varð
sprenging í framlagi indíána til kanadískra bókmennta, útgáfustarfsemi, leik-
ritun og kvikmyndagerð – en fram til 1960 hafði hlutur indíána verið lítill sem
enginn og við lá að munnlega sagnahefðin dæi út, enda var hún með öllu for-
smáð og litið á hana sem hvert annað nýlendu-hráefni.17
Frá upphafi byggðar hvítra manna í álfunni hafði tíðkast að skrá tungu-
mál, sögu og siði indíána í ljósi þeirrar forsendu að fyrir þeim ætti að liggja
að deyja út í kjölfar innflutnings Evrópubúa og um allan heim var mikið af
indíánasögum skrifað, teiknað og kvikmyndað. Þegar indíánar fundu eigin
rödd þótti þeim sem hvítu valdsherrarnir hefðu ekki aðeins rænt sagnaarfi
sínum og þvingað framandi verðmætamati upp á hann svo að „rödd“ ind-
íánaarfleifðarinnar var ekki lengur „eigendanna“, heldur væru þeir jafnframt
sviptir ærunni og sjálfsmyndinni. Þessi umræða tók einnig til ýmissa annarra
jaðarhópa og höfunda um heim allan sem höfðu orðið frægir fyrir að tala máli
undirokuðu hópanna með því að skrifa skáldverk frá þeirra sjónarhorni, en
urðu afskaplega tortryggilegir í kjölfar þessarar umræðu. Kristjana útlistar að
í víðum skilningi feli þvermenningarlegt eignarnám í sér gagnstæð ferli: ann-
arsvegar þegar höfundar sem tilheyra ríkjandi valdahópi í samfélaginu eigna
sér menningu, sjálfsmynd eða sjálfsvitund jaðarhópa – en hins vegar þegar
höfundar í undirskipaðri stöðu tileinka sér eða slá eign sinni á sjálfsmynd eða
sjálfsvitund ríkjandi menningarhóps, þess sem valdið hefur. Lokaniðurstöður
hennar sjálfrar eru að skapandi listamönnum sé nauðsynlegt að geta „ímyndað
sér meira“ og hafið verk sín yfir heftandi landamæri, en að því sögðu er best að
leyfa henni að tala fyrir sig.
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir
metis/ og http://www.metisnation.ca/.
16 W. H. New, A History of Canadian Literature, 2. útg., Montreal og Kingston:
McGill-Queen’s University Press, 2003, bls. 80–82.
17 Penny Van Toorn gefur hnitmiðað yfirlit á þróun sagnahefðar og bókmennta ind-
íána í The Cambridge Companion to Canadian Literature, Cambridge: Cambridge
University Press, 2004, bls. 22–48.
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð