Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Side 40
39
Einnig telur Þorsteinn að Þingeyingum hafi verið kunnugar vesturferðir
Norðmanna fyrir 1850 og að vitað hafi verið af ferðum Íslendinga til Utah
í Bandaríkjunum á árunum 1855–60.19 Einar Ásmundsson í Nesi er talinn
hafa beint umræðu Þingeyinganna frá Grænlandi til Brasilíu, en Einar
hafði þekkingu á nokkrum tungumálum og í grein í tímaritinu Ingólfi er
því haldið fram að Einar „hafi eitthvað fengist við tungu Portúgalsmanna
og þaðan fengið upplýsingar um Brasilíu“.20 Í ævisögu Einars er því þó
haldið fram að portúgölskukunnátta hans hafi verið orðum aukin.21
Veturinn 1859–60 stofnaði Einar Hið brasilíska útflutningsfélag en
umburðarbréf þess birtist þann 29. febrúar 1860 í Norðra.22 Á milli 150 og
200 manns skráðu sig í félagið við upphaf starfsemi þess. Töluverð aðsókn
var í að gerast félagsmaður og á tímabili voru um 500 manns skráðir til
Brasilíuferða.23 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson telur að líklega hafi Einar kom-
ist yfir dreifibréf á skandinavísku máli eða þýsku sem fjallaði um mögu-
leika á búferlaflutningum til Brasilíu.24 Í bréfi sem Einar skrifaði árið 1860
eða 1861 kemur fram að hann hafði nokkuð góða þekkingu á Brasilíu25
en eins og bandaríski sagnfræðingurinn Jeffrey Lesser hefur bent á voru
á 19. öld gefnar út bækur og bæklingar í Þýskalandi sem hvöttu Þjóðverja
til búferlaflutninga til Brasilíu.26 Við stofnun félagsins var hafist handa við
að undirbúa búferlaflutninga Íslendinga til Brasilíu og stofnun nýlendu
þar í landi í anda þýskra nýlenda sem voru algengar í suðurhluta lands-
ins á þessum tíma. Í ævisögu Einars Ásmundssonar kemur fram að hann
og aðrir sem hugðu að Brasilíuför hefðu lært þýsku auk þess sem Einar
sjálfur kynnti sér kaþólska trú.27 Á fundi útflutningsfélagsins var ákveðið
að senda menn til Brasilíu í könnunarleiðangur og árið 1863 hélt Jónas
Hallgrímsson ásamt þremur öðrum til Brasilíu til að finna hentuga stað-
19 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Æfintýrið frá Íslandi til Brasilíu, bls. 71.
20 Þórhallur Bjarnason, „Brasilíuferðir Íslendinga“, Ingólfur 11. janúar 1914, bls.
202–203.
21 Arnór Sigurjónsson, Einars saga Ásmundssonar, 1. bindi, Reykjavík: Bókaútgáfa
Menningarsjóðs, 1957, bls. 319 og 325–326.
22 Einar Ásmundsson, „Umburðarbrjef“, Norðri 29. febrúar 1860, bls. 13–14.
23 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Æfintýrið frá Íslandi til Brasilíu, bls. 76; Þorsteinn Þ.
Þorsteinsson, Saga Íslendinga í Vesturheimi, 2. bindi, bls. 86; Þórhallur Bjarnason,
„Brasilíuferðir Íslendinga“, bls. 203.
24 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Æfintýrið frá Íslandi til Brasilíu, bls. 83.
25 Arnór Sigurjónsson, Einars saga Ásmundssonar, bls. 325–326.
26 Jeffrey Lesser, Immigration, Ethnicity, and National Identity in Brazil, 1808 to the
Present, New York: Cambridge University Press, 2013, bls. 29.
27 Arnór Sigurjónsson, Einars saga Ásmundssonar, bls. 330.
„VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“