Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 115
114
Síðasta setningin er æsingalaus hjá Sigurði Júlíusi því að þótt hann væri
mikill Íslandsvinur og þjóðernissinni var hann enginn einangrunarsinni og
ítrekaði það i ræðu og riti að vesturfararnir yrðu að læra ensku fljótt og vel
og verða fullgildir borgarar í sínu nýja landi.
Séra Runólfur Marteinsson leggur orð í belg í Lögbergi 15. júní 1916
og segir: „Fáist unglingurinn til að lesa íslenzkar bækur er björninn unn-
inn, fáist hann með engu móti til að lesa það sem íslenzkt er, virðist alt
vort starf í þessa átt unnið fyrir gýg. […] [E]f það ekki skilst og það verður
ekki rækt þá er alt þetta skraf þeirra um viðhald hins íslenzka hér vestra
tómt, auðvirðilegt munnfleipur…“.33 Hann lýkur grein sinni á þeim sterku
orðum að útgáfa vestur-íslenskra barnabóka sé þvílíkt stórmál að sjálft við-
hald íslenskrar tungu vestan hafs hvíli á henni.
Sólöld og Baldursbrá
Þegar heimsstyrjöldin fyrri braust út voru Vestur-Íslendingar hvattir til
herþjónustu af því að þeir voru Kanadabúar og þar með sambandsland
Englands. Um þessa herkvaðningu og stríðsþátttöku voru afar skipt-
ar skoðanir meðal Íslendinga í Kanada og hart tekist á. Friðarsinninn
Sigurður Júlíus Jóhannsson hætti að ritstýra Lögbergi og stofnaði nýtt blað,
Voröld, árið 1918. Bakhjarlar þess blaðs voru friðarsinnar, sósíalistar og
bændur eins og Stephan G. Stephansson sem studdi blaðið með ráðum og
dáð.34 Í för með Voröld var barnablaðið Sólöld, fjörugt, skemmtilegt blað
sem kynnt var sem „Sólöld littla [svo] Voraldardóttir“ í fyrsta tölublaðinu
20. júlí 1918. Í fyrsta tölublaðinu var listi yfir íslensk börn sem útskrif-
uðust úr áttundu deild barnaskólanna í Winnipeg en honum fylgir nokkuð
geðvonskuleg athugasemd ritstjóra: „Getur vel skeð að þau séu fleiri; sum
nöfnin eru svo skæld og afbökuð að ómögulegt er að vita hvort þau eru
íslenzk eða eitthvað annað.“35
Blaðinu var tekið með kostum og kynjum enda var það í alla staði
barnvænt. Börnin skrifa og senda inn smásögur og skrýtlur og allt gengur
vel fyrri hluta árs. Í blaðinu voru líka endursagðar styttri Íslendingasögur
fyrir börn. Í fyrsta blaðinu eru börnin beðin um stuðning og minnt á að
m.a. í Bókabörnum, Reykjavík: Háskólaútgáfan, Bókmennta- og listfræðistofnun,
2014.
33 Runólfur Marteinsson, „Íslenzkar barnabækur“, Lögberg 15. júní 1916, bls. 5.
34 Viðar Hreinsson, Andvökuskáld: Ævisaga Stephans G. Stephanssonar, 2. bindi, Reykja-
vík: Bjartur, 2003, bls. 285–286.
35 Sólöld 1:1 (1918), bls. 6.
dAGný KRistJÁnsdóttiR