Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 75
74
rjettlátur og hann fór aldrei í manngreinarálit, hann var socialist, sannur
soclialist“, skrifaði Sigurður.54
Sigurður var afar ósáttur við stéttaskiptingu sem fól í sér að hann, hálf-
mállaus og illa í stakk búinn til að komast hærra í samfélaginu, væri settur
meðal þeirra lægst settu. Á tímabili virðist hann hafa farið að efast um
kristna trú sína úr því að æðri máttarvöld væru ekki búin að grípa fram
fyrir hendurnar á auðmönnum.55 Eftir að Sigurður flutti til Manitoba rif-
ust bræðurnir gjarnan um sósíalisma og Sigurður virðist einnig hafa sent
athugasemdir til mágs síns á Akureyri í gegnum bréf til móður sinnar.56
Segja má að sjálfsmyndasköpun Sigurðar í bréfum hans frá Norður-
Ameríku birtist með tvennum hætti. Annars vegar tók hún mið af stöðu
hans sem láglaunamanns sem lét sig stéttaskiptingu varða og taldi kapít-
alískt kerfi ósanngjarnt. Auðmenn voru á andstæðum pól í veröld hans og
tilheyrðu því þjóðfélagsstigi sem hann var fjarri. Ekki er að sjá að hug-
myndir um önnur þjóðarbrot hafi skipt hann máli í því að búa sér til sjálfs-
mynd gagnvart móður sinni. Hins vegar mótaðist sjálfsmyndasköpun hans
einmitt í nánu bréfasambandi við hana. Skrif um vesturför hans snerust
um réttlætingu þess að hafa flutt frá Íslandi og einnig um þá hugmynd að
hann væri að verða að manni, sjálfbjarga og sjálfstæður.
Ritskoðun og landleysi
Þegar fyrri heimsstyrjöldin hafði staðið í tæp tvö ár skráði Sigurður sig í
kanadíska herinn. Í upphafi kvaðst hann ætla að skrá sig í 223. herdeildina,
eða skandinavísku herdeildina eins og hún var kölluð.57 Þegar Sigurður
gekk í herinn var megnið af varaliði Kanada farið til vígstöðvanna. Því
hafði verið kallað eftir því að fleiri þjóðarbrot í Kanada skráðu sig til her-
þjónustu.58
54 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, ódagsett bréf þar sem upphafið
vantar.
55 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 14. október 1906.
56 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.1, Ásmundur Johnsen, 7. janúar 1911; ÞÍ, Einkaskjala-
söfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 14. október 1906.
57 ÞÍ, Einkaskjalasöfn, E.99.2, Sigurður Johnsen, 8. apríl 1916. Í bréfum Sigurðar
sést að hann hefur síðar verið meðlimur í fleiri herdeildum kanadíska hersins, m.a.
11. varaliði (11th Res. Battalion) og 107. herdeild (107th Battalion).
58 Tim Cook, At the Sharp End. Canadians Fighting the Great War 1914–1916, Tor-
onto: Viking Canada, 2007, bls. 30; Jim Blanchard, Winnipeg’s Great War. A City
Comes of Age, Winnipeg: University of Manitoba Press, 2010, bls. 25.
óLAfuR ARnAR svEinsson