Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 190
189
sjálfsmynd, menningu, geranda og rödd.38 Hugmynd okkar um sjálfsmynd
er til dæmis hluti af Evrópumiðuðum byrðum okkar. Hún vitnar í Trinh T.
Minh-ha um að staðreyndin sé sú að „við þurfum að viðurkenna órætt og
óstöðugt eðli sjálfsmyndar og mismunar“.
Niðurstöður
Þegar við íhugum spurningar um yfirtöku, bæði út frá jaðrinum og miðj-
unni, fáum við yfirsýn á fræðileg viðfangsefni sem meðal annars skipast
niður í skapandi skrif, póstmódernisma, eftirlendufræði, menningarfræði,
málvísindi og táknfræði. Lesandinn sem les á ensku stendur þó frammi
fyrir stærri vanda (lesandinn og fræðimaðurinn er á kafi í textum annarra
menningarheima sem eru á þeirra eigin tungumáli og séðir frá þeirra eigin
landfræðilegu staðsetningu – sem er annað hvort Norður-Ameríka eða
Bretland). Þessi vandi snýst ekki um það hvort það sé „rétt“ eða „rangt“
af rithöfundum eins og Arthur Golden að endurtúlka „aðra“ menning-
arheima og endurskapa þá í eigin mynd, né heldur hvort það geti tal-
ist „nákvæm“ vinnubrögð þegar brottfluttur rithöfundur endurtúlkar sína
eigin, fyrri, menningu og endurmótar hana í mynd ráðandi menningar
nýrra heimkynna – eða hvort brottfluttur rithöfundur búsettur á ensku-
mælandi svæði geti unnið áfram á trúverðugan hátt án þess að flækjast í
neti menningarröskunar sem mun ekki leyna sér. Stóri vandinn er miklu
frekar, bæði fyrir lesandann og fræðimanninn, eins og Ashcroft, Griffiths
og Tiffin segja í lok umfjöllunar sinnar um yfirtöku, að við erum að skoða
„sérstök einkenni texta sem stöðugt leitast við að afbyggja þær viðteknu
hugmyndir sem hafa talist grundvöllur ‚enskra bókmennta‘ í gegnum tíð-
ina“ (bls. 77). Við erum með öðrum orðum stöðugt að endurskoða viðhorf
okkar til þess úr hverju „þjóðlegar“ bókmenntir okkar eru gerðar og hvar
mæri menningarheima (hugtak sem ekki hefur enn tekist að skilgreina á
fullnægjandi hátt) liggi í raun – ef þau er þá nokkurs staðar að finna.
Katrín Vilborgardóttir Gunnarsdóttir þýddi
38 Ingrid Johnston, „Dilemmas of Identity and Ideology in Cross-Cultural Literary
Engagements“, bls. 97–108.
ÞVERMENNINGARLEGT EIGNARNÁM: VANDAMÁL oG SJÓNARMIð