Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Síða 56
55
um hafa afþreyingariðnaður og fjölmiðlar haft mikil áhrif á það hvernig
einstaklingar muna eftir ákveðnum atburðum, og jafnvel þau áhrif að ein-
staklingar staðsetja sig innan sagna sem þeir hafa enga sögulega tengingu
við.94 Í dæminu sem er tekið í þessari grein vaknar áhugi einstaklinga á
einum þræði af mörgum sem vísa á forfeður þeirra. Áhersla á sérstakan
félagsskap, minnismerki og sú sýn sem einstaklingar bregða upp í viðtölum
bendir til þess að í huga margra hefur íslenskur uppruni orðið ráðandi tákn
samsömunar, þrátt fyrir að ekki megi útiloka að í öðru samhengi eða ástæð-
um séu aðrir þættir mikilvægari. Eins og við höfum bent á er þetta minni
endurvakið með minnismerkjum og áhuga á tengslum við upprunalandið,
en það er vissulega einfaldara en áður með samskiptatækni nútímans. Telja
má að áhersla á íslenskan uppruna sé þáttur í því að undirstrika „hvítan“
uppruna sem verður í senn kunnuglegur og sérstakur í heimi samtímans,
með aukinni þekkingu fólks í Brasilíu á Íslandi. Hér blandast hugmyndir
um „hvítleika“ vafalaust saman við stéttarlegar afmarkanir og brasilíska
nálgun á uppruna. Benda má á að fræðileg umræða um sjálfsmyndir í
tengslum við fólksflutninga, svo sem tvíheimakenningar (e. diaspora), hafa
tiltölulega lítið skoðað hlutverk „hvítleika“ eins og Radhika Mohanram
hefur gagnrýnt.95 Þó hefur „hvítleiki“ löngum verið mikilvægt félagslegt
tákn í Evrópu og saga Evrópu mörkuð af kynþáttaofsóknum og fordóm-
um. Rannsóknir á afkomendum Brasilíufaranna eru því hvort tveggja mik-
ilvægar til að skilja á dýpri hátt en áður samspil ólíkra þátta sjálfsmynda
í brasilísku samhengi en einnig merkingu þess að geta skilgreint sig sem
handhafa íslensks uppruna í hnattvæddum heimi samtímans.
94 Andreas Huyssen, „Present Pasts. Media, Politics, Amnesia“, Globalization, ritstj.
Arjun Appadurai, Durham: Duke University Press, 2001, bls. 55–77.
95 Radhika Mohanram, Imperial White, Minneapolis: University of Minnesota Press,
2007, bls. 151.
„VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“