Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Blaðsíða 185
184
en að „þekkja“ einfaldlega það sem hann skrifar um. Hann ætti einnig að
virða vandamálið og viðurkenna þann möguleika, og jafnvel þá staðreynd,
að einhvers konar misnotkun eigi sér stað – einhvers staðar.
Jaðarinn yfirtekur miðjuna
Þegar rætt er um eignarnám í tengslum við skrif er vandinn ekki bund-
inn við hugmyndina um að sögum, hugarflugi og menningarlegu efni geti
verið stolið og það notað, eða selt, þannig að það komist í eigu annarra.
Í eftirlendufræðum gengur yfirtaka líka í hina áttina. Þegar rithöfundur
á jaðrinum notar tungumál og viðfangsefni nýlenduherrans, eða notar
tungumál heimsveldisins og breytir því eftir sínum þörfum, er sá rithöf-
undur að leggja eignarhald á efni miðjunnar til eigin nota. Þetta er álitið
nauðsynlegt. Tungumál heimsveldisins þarf að verða sjálfstætt og með því
að nota það til afskrifta [abrogatively] getur rithöfundurinn verið að sinna
mikilvægu hlutverki. Með öðrum orðum, þegar miðjan leggur eignarhald
á jaðarinn gefur valdastofnunin ekki kost á því að jaðarinn verji sig. Fyrst
þurfa yfirtökuverkin að berast frá miðjunni út á jaðarinn þannig að rithöf-
undar á jaðrinum geti lagt eignarhald á efni frá heimsveldismenningunni.
Í safnriti sínu segja Ziff og Rao að „öfug yfirtaka“ snúist í raun ekki um
menningarlegt eignarhald heldur frekar um „menningarlega aðlögun“.
Þau færa einnig rök fyrir því að eignarnám á milli menningarsvæða sé ekki
aðeins gagnvirkt, heldur sé það flóknara og fari í fleiri áttir en upphaflega
umræðan um átökin á milli miðju og jaðars gefi til kynna. Fyrir rithöfund-
inn geti upphaflega hugmyndin um tvenndarátök hins vegar verið gagn-
leg.
Í bók sinni The Empire Writes Back: Theory and Practice in Post-Colonial
Literatures útskýra Ashcroft, Griffiths og Tiffin hvaða merkingu þau leggja
í yfirtöku. Þau taka fram að eftirlenduskrif þurfi að „skilgreina sig með
því að eigna sér tungumál miðjunnar og innlima það svo aftur í orðræðu
sem er fullkomlega aðlöguð nýlendunni“ (bls. 38). Það sem nýlendurit-
höfundurinn þarf að gera er að „afskrifa“ [abrogate] tungumál miðjunnar,
en það „felur í sér að hafna yfirráðum heimsborgarinnar á samskiptahætt-
inum“ (bls. 38). Eftir að hafa afskrifað þetta tungumál þarf rithöfundurinn
að yfirtaka það, sem felur í sér „að leggja eignarhald á og endurbyggja
tungumál miðjunnar, en það gengur út á að taka tungumálið traustataki
og endurmóta það svo hægt verði að beita því á nýjan hátt“, og „aðskilja“
nýlendutungumálið þannig „frá forréttindastöðu nýlenduherrans“ (bls.
KRistJAnA GunnARs