Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Qupperneq 48
47
í að móta hugmyndir fólks um fortíðina. Einnig má benda á að einkenni
slíkra félaga er áhersla á að menningarleg sjálfsmynd þeirra sem tilheyra
hópnum sé tímalaus.67 Félagslegt minni færist þó ekki eingöngu milli kyn-
slóða með textum og tali heldur einnig í gegnum rými eða staði sem skapa
á táknrænan hátt tengsl milli fortíðar og nútíðar.68 Á svipuðum tíma og
átthagafélagið var stofnað var einnig lögð áhersla á að reisa minnisvarða
tengda Íslandi og dregur það enn skýrar fram mikilvægi fortíðarinnar fyrir
nútíðina. Sagnfræðingurinn David Lowenthal leggur einmitt áherslu á að
ólíkum tegundum minnismerkja eða minja sé ætlað að gleðjast yfir sameig-
inlegri fortíð og leggja áherslu á mikilvægi ákveðinna sögulegra atburða.69
Hann nefnir minnisvarða, götuheiti, hús og legsteina í því sambandi. Þessi
nýlegu minnismerki eru til dæmis minningarsteinn um Íslendinga og
afkomendur þeirra í kirkjugarðinum í Tieté, fyrrum heimabyggð Reykdal-
fjölskyldunnar, sem eru afkomendur Baldvins Jónatanssonar og Guðnýjar
Jónsdóttur. Einnig var Torg lýðveldisins Íslands opnað í Boa Vista-hverfinu
í Curitiba haustið 2000.70
Mikil gróska virðist einnig hafa einkennt starf Félagsins Ísland
Brasilía um aldamótin 2000 til 2001 og má nefna að sendiherra Íslands í
Bandaríkjunum og eiginkona hans sóttu félagið heim auk þess sem Maro
Söndahl, einn afkomendanna, var settur ræðismaður Íslands í Curitiba.
Maro Söndahl lést í slysi fáeinum árum síðar og hafði þá verið drifkraftur
félagsins og sá aðili sem sá að mestu um tengslin við Ísland, enda talaði
hann góða ensku eftir áralanga búsetu í Bandaríkjunum. Nokkru síðar
hafði Félagið Ísland Brasilía myndað samband við Þjóðræknisfélagið sem,
ásamt Norræna félaginu, stendur fyrir því sem kallast „Snorra-verkefni“.
Á heimasíðu Þjóðræknisfélagsins segir að verkefninu sé ætlað að gefa fólki
af íslenskum uppruna sem býr í Kanada kost á að heimsækja Ísland og
upplifa íslenska menningu, hitta ættingja og læra tungumál forfeðranna.71
Markmið Félagsins Ísland Brasilía var að gerast þátttakandi í verkefninu
og gefa þannig ungum Brasilíubúum af íslenskum uppruna möguleika á
Íslandsdvöl. Í Morgunblaðinu þann 11. febrúar 2008 er greint frá heim-
67 Richard Zumkhawala-Cook, „The Mark of Scottish America. Heritage Identity
and the Tartar Monster“, Diaspora 14:1 (2005), bls. 109–136, hér bls. 112.
68 Carol Crumley, „Exploring Venues of Social Memory“, Social Memory and History.
Anthropological Perspectives, bls. 39–52.
69 David Lowenthal, The Past is a Foreign Country, Cambridge: Cambridge University
Press, 1985, bls. 240.
70 Guðmundur Guðjónsson, „Þetta er bara rétt að byrja“.
71 „What is the Snorri Program?“, http://www.snorri.is/the-snorri-program.html.
„VIð VILJUM BARA VITA HVAðAN VIð ERUM oG HVER VIð ERUM“