Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 71

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2014, Page 71
70 Ég og hinir Líkt og hjá orwell var ekki einhlítt fyrir Sigurð Johnsen að skýra satt og rétt frá reynslu sinni sem innflytjandi eða hermaður, en í skrifum hans má vonandi finna hugmyndir sem skýra frá þeim aðstæðum sem hann bjó við í stríðinu og því hvernig hann upplifði sjálfan sig í tengslum við gamla og nýja heimalandið. Rétt er þó að taka fram að það getur varla talist raunhæft markmið að lýsa reynslu fólks með lestri á sendibréfum, a.m.k. ekki út frá hugtakinu reynslu (e. experience) eins og bent hefur verið á.41 Við getum þó leitað í meiningu orðanna og reynt að greina sjálfsmyndir bréfritaranna og velt því fyrir okkur í hvers konar samspili þær urðu til. Ekki er hægt að segja að sjálfsmyndir íslenskra vesturfara hafi verið rannsakaðar að miklu leyti áður, a.m.k. hefur ekki verið farið rækilega í saumana á sendibréfum innflytjendanna sjálfra. Steinþór Heiðarsson sagn- fræðingur skoðaði þó nokkra „drætti sjálfsmyndar“ þeirra án þess að skýra hugtakið að nokkru marki. Grein hans „Íslands ástmegir og þrælar“ í tíma- ritinu Sögu frá 1999 fjallar einkum um einkenni sjálfsmyndar ákveðins hóps eins og hún birtist í prentuðu efni. Steinþór kemst að þeirri niðurstöðu að megineinkenni sjálfsmyndar Vestur-Íslendinga vitni um sektarkennd þar sem þeir hafi stöðugt reynt að réttlæta brottflutninginn frá Íslandi og þá hafi þeir brugðist harkalega við ásökunum um skort á ættjarðarást. Einnig hafi það verið mikið kappsmál Íslendinga í Norður-Ameríku að varðveita þjóðerni sitt, auk þess sem þeir hafi haft samviskubit yfir því að nota ensku sem tungumál og laga nöfn sín að venjum vestan hafs.42 Í bókmenntasögu- legu yfirliti sínu The Icelandic Voice in Canadian Letters ræðir Daisy Neijmann um ýmsar tilraunir til að varðveita íslenskt þjóðerni í Norður-Ameríku í lok 19. aldar og upphafi þeirrar tuttugustu en bendir á að um leið hafi áhersla verið lögð á að íslenskir vesturfarar gerðust nýtir þegnar í nýja heimaland- inu.43 Þá hefur Laurie K. Bertram rannsakað sögulega þróun sjálfsmynda eins og þær birtast í efnismenningu íslensks samfélags í Kanada.44 41 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 58–59. 42 Steinþór Heiðarsson, „Íslands ástmegir og þrælar. Drættir úr sjálfsmynd Vestur- Íslendinga“, Saga 37 (1999), bls. 17–61, hér bls. 56. 43 Daisy L. Neijmann, The Icelandic Voice in Canadian Letters. The Contribution of Icelandic-Canadian Writers to Canadian Literature, ottawa: Carleton University Press, 1997, bls. 79–97. 44 Laurie K. Bertram, „New Icelandic Ethnospaces. Material, Visual and oral Terra- ins of Cultural Expression in Icelandic-Canadian history, 1875–present“, doktors- ritgerð í sagnfræði við Toronto-háskóla, 2010. óLAfuR ARnAR svEinsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.