Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 18

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 18
Friedrich Schleiermacher - Martin Ringmar verkið kemur honum fyrir sjónir. Einmitt þessum áhrifum er þýðingunni skylt að skila lesanda sínum, annars er hætta á að hann fari á mis við mikinn hluta þess sem höfundurinn ætlaði honum. En hvernig verður þessu náð? Jafnvel í smáatriðum er ljóst að nýtt orð í frummálinu á sér oft bezta samsvörun í gömlu og grónu orði í máli voru, þannig að þýðandinn, ef hann ætlar sér að sýna frumleika verksins, verður að setja eitthvað framandi í stað þess og ratar þar með inn á svið endursköpunar! Hversu oft, og það þótt nýtt samsvari nýju, finnur þýðandinn ekki að það orð sem samkvæmt samsetningu og uppruna kemur næst frumtextanum, nær ekki merkingunni á sem öruggastan hátt, og honum er þá eigi annarra kosta völ en að treysta á aðra endurhljóma, ef hann vill skila eðlilegu samhengi óbrengluðu! Hann verður að láta huggast við það, að hann geti bætt þetta upp á öðrum stöðum, þar sem höfundurinn notar gamalkunn orð, þannig að hann í heild nái því sem eigi verður í hverju tilfelli náð. En sé tekið tillit til heildarverks meistara, til orðmyndunar hans í sam- hengi, til notkunar hans á skyldum orðum og orðstofnum í fjölda rita sem tengd eru sín á milli, hvernig getur þá þýðandinn verið hér vongóður um útkomuna þegar hugtakakerfið er allt öðruvísi í máli hans en í frummál- inu, og orðstofnarnir, í stað þess að samsvarast merkingarlega, skarast á annarlegan hátt? Það er því útilokað að málnotkun þýðanda einkennist af sams konar innra samhengi og notkun höfundar. Hér verður hann þess vegna að láta sér nægja að ná í smáatriðum því sem eigi verður náð í heild. Hann má því vænta þess að lesendur hans hugsi til annarra bóka við lest- urinn í minni mæli en lesendur frumtextans, og meti hvert rit fyrir sig; já, hann má jafnvel vænta lofs frá þeim ef honum tekst að gæta samræmis inn- an einstakra rita (eða jafnvel innan hluta rits) fyrir mikilvægstu fyrirbærin, þannig að eitt orð fái ekki fjöldann allan af mismunandi samsvörunum, eða að fastur skyldleiki orðatiltækja í frummálinu verði ekki að fjölskrúð- ugu misræmi í þýðingunni. Þessara erfiðleika gætir einna mest á sviði vísinda; annarra verður vart á sviði ljóðlistar og einnig listræns prósa, en þar gegnir tónrænn þáttur málsins, eins og hann birtist í tónfalli og hrynjandi, sérstöku og mikilvægu hlutverki. Það finnur hver og einn hvernig hinn göfgasti andi og hinir hæstu töfrar í fullkomnustu listaverkum hverfa, ef horft er framhjá þessum þáttum ellegar þeim er eytt. Öllu því sem glöggum lesanda frumtextans finnst í þessu sambandi vera einstætt, af ásettu ráði gjört og áhrif hefir á tón og hugblæ tilfinninganna eða úrslitum ræður fyrir látbragðslegan eða músikalskan undirleik orðræðunnar, verður þýðandi vor að koma til skila. En hversu oft — já, það er kraftaverki líkast að vér segjum ekki „alltaf“ — lendir eigi hollustan við hrynjandina og tónfallið í óleysanlegri togstreitu við hinn rökfræðilega og málfræðilega trúnað! Hversu örðugt er 16 á .íföayáá - Tímarit um þýðingar nr. 14 / 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.