Jón á Bægisá - 01.12.2010, Blaðsíða 21
Um hinar mismunatidi þýÖingaraSferðir
með þýðingu annarrar aðferðar,1 þótt þessi aðferð henti fyrst og fremst
frjálslegri tungumálum er leyfa meiri frávik og nýjungar sem geta, þegar
saman koma, undir vissum kringumstæðum myndað tiltekin sérkenni.
Ennfremur mun nægilega ljóst vera að þessi tegund þýðingar er einskis
virði ef hún er stunduð einungis endrum og sinnum innan einnar tungu.
Því markmiðinu er augljóslega ekki náð með því að gjörsamlega annarleg-
ur andi blási á lesandann, heldur með því að hann fái, þó ekki sé nema í
litlum mæli, hugboð um frummálið og það sem verkið skuldar því, og að
honum verði með því að einhverju leyti bætt vanþekking í frummálinu:
þannig á hann ekki að fá þá óljósu tilfinning að eitthvað af því sem hann
lesi hljómi annarlega, heldur á það að hljóma framandi fyrir honum á sér-
stæðan hátt; þess gjörist þó kostur einungis ef efni til samanburðar stendur
ríkulega til boða. Hafi hann lesið eitthvert efni, og viti vel að hluti þess
eru þýðingar (þ.e. þýðingar í þessum skilningi) úr öðrum nútímamálum
en hluti þýðingar úr fornmálum, þá mun hann þróa næmi sína á mismun
hins nýja og hins gamla. En mun meiri lesturs mun hann þarfnast til að
greina grísk verk frá rómverskum eða ítölsk frá spánskum. Og þó er þetta
tæpast hið hæsta markmið, heldur verður lesandi þýðingarinnar jafningi
hins ágæta lesanda frumtextans fyrst þá er hann auk anda tungunnar fer
að skynja og smám saman skilja einnig sérstakan anda höfundarins í verk-
inu. Til þessa þarfnast lesandinn hæfileika og þjálfunar, en gríðarmikill
samanburður er einnig nauðsynlegur. Það efni er ekki fyrir hendi ef meist-
araverk mismunandi tegunda eru þýdd á tiltekna tungu aðeins endrum
og eins. A þann veg geta jafnvel hinir hámenntuðustu lesendur þýðinga
ekki fengið nema mjög takmarkaða þekking á hinu framandi, og ekki er
nokkur leið að ætlast til að þeir verði dómbærir svo nokkru nemi, hvorki á
þýðinguna né á frumritið.
Þess vegna þarfnast þýðing þessarar tegundar framkvæmda í stórum
stíl, að heilar bókmenntir verði gróðursettar á ný í annarri tungu, en það
hefir tilgang einungis meðal þjóðar sem hefir ákveðna tilhneiging að eigna
sér hið framandi. Einstök verk af þessari tegund þjóna eingöngu hlutverki
fyrirboða almennrar þróunar í þessa átt og löngunar eftir þessari starfsemi.
Ef þeim tekst eigi að kveikja þessa löngun þá eru þau að einhverju leyti í
ósamræmi við anda tungunnar og tímans, og verða álitin misheppnaðar
tilraunir sem mæta lítilli eður engri velgengni. Og þó að fleiri tækju upp
þessa aðferð er ekki víst að verk þessarar tegundar, sama hversu ágætt,
myndi njóta almennrar hylli. Hér er margs að gæta og mörgum erfiðleikum
að sigrast á, og óhjákvæmilega munu skiptar skoðanir vera á því í hvaða
forgangsröð eigi að takast á við verkefnin. Þannig munu meistarar skiptast
i Þ.e.a.s. höfundur til lesanda.
á- ýjSay/'iá — Ég kann að i>ýða; i>að kunnið i>ið ekki.
19