Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 21

Jón á Bægisá - 01.12.2010, Side 21
Um hinar mismunatidi þýÖingaraSferðir með þýðingu annarrar aðferðar,1 þótt þessi aðferð henti fyrst og fremst frjálslegri tungumálum er leyfa meiri frávik og nýjungar sem geta, þegar saman koma, undir vissum kringumstæðum myndað tiltekin sérkenni. Ennfremur mun nægilega ljóst vera að þessi tegund þýðingar er einskis virði ef hún er stunduð einungis endrum og sinnum innan einnar tungu. Því markmiðinu er augljóslega ekki náð með því að gjörsamlega annarleg- ur andi blási á lesandann, heldur með því að hann fái, þó ekki sé nema í litlum mæli, hugboð um frummálið og það sem verkið skuldar því, og að honum verði með því að einhverju leyti bætt vanþekking í frummálinu: þannig á hann ekki að fá þá óljósu tilfinning að eitthvað af því sem hann lesi hljómi annarlega, heldur á það að hljóma framandi fyrir honum á sér- stæðan hátt; þess gjörist þó kostur einungis ef efni til samanburðar stendur ríkulega til boða. Hafi hann lesið eitthvert efni, og viti vel að hluti þess eru þýðingar (þ.e. þýðingar í þessum skilningi) úr öðrum nútímamálum en hluti þýðingar úr fornmálum, þá mun hann þróa næmi sína á mismun hins nýja og hins gamla. En mun meiri lesturs mun hann þarfnast til að greina grísk verk frá rómverskum eða ítölsk frá spánskum. Og þó er þetta tæpast hið hæsta markmið, heldur verður lesandi þýðingarinnar jafningi hins ágæta lesanda frumtextans fyrst þá er hann auk anda tungunnar fer að skynja og smám saman skilja einnig sérstakan anda höfundarins í verk- inu. Til þessa þarfnast lesandinn hæfileika og þjálfunar, en gríðarmikill samanburður er einnig nauðsynlegur. Það efni er ekki fyrir hendi ef meist- araverk mismunandi tegunda eru þýdd á tiltekna tungu aðeins endrum og eins. A þann veg geta jafnvel hinir hámenntuðustu lesendur þýðinga ekki fengið nema mjög takmarkaða þekking á hinu framandi, og ekki er nokkur leið að ætlast til að þeir verði dómbærir svo nokkru nemi, hvorki á þýðinguna né á frumritið. Þess vegna þarfnast þýðing þessarar tegundar framkvæmda í stórum stíl, að heilar bókmenntir verði gróðursettar á ný í annarri tungu, en það hefir tilgang einungis meðal þjóðar sem hefir ákveðna tilhneiging að eigna sér hið framandi. Einstök verk af þessari tegund þjóna eingöngu hlutverki fyrirboða almennrar þróunar í þessa átt og löngunar eftir þessari starfsemi. Ef þeim tekst eigi að kveikja þessa löngun þá eru þau að einhverju leyti í ósamræmi við anda tungunnar og tímans, og verða álitin misheppnaðar tilraunir sem mæta lítilli eður engri velgengni. Og þó að fleiri tækju upp þessa aðferð er ekki víst að verk þessarar tegundar, sama hversu ágætt, myndi njóta almennrar hylli. Hér er margs að gæta og mörgum erfiðleikum að sigrast á, og óhjákvæmilega munu skiptar skoðanir vera á því í hvaða forgangsröð eigi að takast á við verkefnin. Þannig munu meistarar skiptast i Þ.e.a.s. höfundur til lesanda. á- ýjSay/'iá — Ég kann að i>ýða; i>að kunnið i>ið ekki. 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.