Jón á Bægisá - 01.12.2010, Page 41
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir
- Háskóla Islands
William Blake og þýdingin á Söngvum
sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar eftir
Þórodd Guðmundsson
Inngangur
I þessari ritsmíð verður þallað um þýðandann Þórodd Guðmundsson frá
Sandi og þýðingu hans á Söngvum sakleysisins og Ljóðum lífsreynslunnar eftir
William Blake.
Þóroddur Guðmundsson er einn af þeim merku íslensku þýðendum,
sem lítið hefur verið þallað um á síðustu árum, þótt þýðingar hans, t.d.
á Blake, þyki klassískar og standist tímans tönn. Það er því þarft verk að
skoða þýðingar og lífsstarf Þórodds Guðmundssonar nánar og varpa ljósi
á starf hans sem þýðanda.
Þessi ritgerð er þannig hluti af þeirri viðleitni að vekja athygli á störfum
íslenskra þýðenda almennt, og sýna fram á hið mikla verk sem liggur eftir
marga íslenska þýðendur. Mikið er enn óunnið á þessu sviði og er hér
einungis lagt eitt lítið lóð á þær vogarskálar.
I ritgerð sem þessari verður að afmarka viðfangsefnið, og þess vegna
er ekki nema í stuttu máli fjallað um rómantísku stefnuna og líf og verk
Williams Blake sjálfs. Aherslan er þannig ekki á Blake sem slíkan, enda má
finna ijölda bóka og rita um verk hans, heldur er áherslan fyrst og fremst á
þýðingu Þórodds Guðmundssonar, vinnu hans og starf sem þýðanda.
Eg vil þakka leiðbeinanda mínum Gauta Kristmannssyni fyrir að
leyfa mér að takast þetta verkefni á hendur og ég vil þakka Gyrði Elíassyni
rithöfundi fyrir að benda mér á að þýðingar Þórodds Guðmundssonar á
verkum Blakes væru athyglisverðar og vel þess virði að skoða nánar. Einnig
þakka ég Sunnlenska bókakaffinu og starfsmönnum þess, en þar fékkst
eintak af þeim þýðingum sem hér eru til umfjöllunar. Að lokurn þakka
ég Sveini Yngva Egilssyni prófessor fýrir að benda mér á hvar hægt er að
nálgast upplýsingar um líf og störf Þórodds Guðmundssonar.
á Lföayáá- Ég kann að þýða; það kunnið þið ekki.
39